Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 45
Gundi skrifar: „Sæll Jón, mér fannst
frívaktin heldur dauf hjá þér seinast og
datl í hug að hressa svolítið upp á hana
og þig i leiðinni.“
Þakka þér fyrir Gundi, ég þigg boðið með
þökkum. Gefurn Gunda orðið á frivaktinni:
Ég var að fara norður á Akureyri um
daginn. Þegar ég kom í Hrútafjörðinn
varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á
klóið. Ég fór á básinn og setti mig í stell-
ingar á setunni. Alveg um það leyti sem
aðgerð var hefjast heyri ég sagt i básnum
við liðina: „Hæ, hvernig gengur?“
Ég er nú ekki þessi týpa að hefja
samræður við ókunnuga á klósetti i veit-
ingahúsi um það leyti sem ég er að hefja
rembinginn. En ég vissi ekki hvernig ég
átti að taka þessu svo ég svaraði: „Nú svo
sem ekki illa.“
Þá heyrist úr hinum básnum: ,Jæja,
hvað ertu að stússast?11
Var einhver að tala urn bjánalegar
spurningar? Mér var farið að finnast
þetta dálítið þreytandi, en svaraði: „Ég
er á leiðinni norður en varð að skreppa á
klóið."
Þá heyri ég: „Heyrðu, ég verð að
hringja i þig seinna. í hvert skipti sem ég
reyni að tala við þig svarar einhver ruglu-
dallur hér við hliðina á mér!“
Eftir 10 ár í fangelsi slapp fanginn út og
fór beint í hóruhúsið og borgaði fyrir falleg-
ustu konuna. Eftir dráttinn sagði hún: „Ég
er viss um að þú hefur setið lengi inni.“
„Var það af því að ég tók þig aftanfrá?"
„Nei, þú fórst framfyrir mig og sagðir:
Núna þú.“
„Hversu oft farast flugvélar af þessari
gerð,“ spurði stressaður farþegi.
Flugfreyjan: „Yfirleitt bara einu sinni.“
Hvað sagði Adam við Evu þegar þau
hittust?
„Farðu til hliðar, ég veit ekki hvað
hann verður stór.“
Tveir vinir tala saman og annar segir:
„Talar þú við konuna þína eftir samfarir?"
,Ja, jrað kemur fyrir að ég hringi í
hana.“
Hver eru fjögur eftirlætis dýr konunnar,
Minkur í klæðaskápnum.
Jagúar í bílskúrnum.
Tígur í rúntinu.
Og Asni til að borga reikningana.
Þrjár sæðisfrumur tala saman.
„Ég vil búa til strák,“ segir ein.
„Ég vil búa til stelpu,“ segir önnur.
„Slappiði af,“ segir sú þriðja. „Við erum
í vélindanu.“
Gamall maður kemur gangandi eftir
garðinum. Allt í einu stekkur froskur
fram og segir: „Ef þú kyssir mig breytist
ég í fagra prinsessu.“
Gamli maðurinn tekur froskinn og
setur í vasann.
Forviða froskurinn rekur um rama-
kvein: „Hvað ertu að gera, maður?“
Sá gamli svarar: „Á mínum aldri er
rneira að gera með talandi frosk en prins-
essu.“
Tveir veiðimenn eru á veiðum úti í
skógi þegar annar fellur niður og virðist
hætta að anda. Félagi hans grípur farsím-
ann og hringir í neyðarlínuna.
„Félagi rninn er dauður. Hvað á
ég að gera?“ æpir hann í sirnann.
Viðmælandinn biður hann að róa sig
niður. „Gakktu fyrst úr skugga um að
hann sé örugglega látinn.“
Þögn og svo skothvellur. „Og hvað
svo,“ segir maðurinn síðan í símann.
Að lokum koma svo tvö gullkorn úr
minningargreinum.
„Hann skrapp úr vinnunni til að fara í
þrekpróf hjá Hjartavernd, en kom þaðan
liðið lík“.
„Helga lést þennan dag kl 16. Helga
hafði ællað að eyða deginum í annað“.
AÁ A "2 Slípar - sagar
■* raspar - sker.
_ _ RAFVER HF
^ Verkfærl fyrlr alla
SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK
SfMI 581 2333/581 2415
RAFVER@RAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS
Sjómannablaðið Víkingur - 45