Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 7
Nátturufr. - 31. árgangur - 1. hefti - 1.-48. bls. - Reykjavik, marz 1961
Steingrimur Baldursson:
Efni og andefni
Það er hægt að kljúfa öll efni í frumefni.
Það er löngu kunnugt, að hægt er með efnafræðilegum aðferð-
um að kljúfa öll efni í svokölluð frumefni. Frumefni þau, sem nú
þekkjast, eru 102. Af þeim finnast 89 í náttúrunni, en hin 13 hafa
verið framleidd í kjarnorkuofnum og með kjarnkljúfum.
Atómið: prótónur, nevtrónur og elektrónur.
Atómið er minnsti hluti frumefnisins. Atóm hvers frumefnis
samanstendur af þungum kjarna, sem er hlaðinn pósitívu rafmagni,
og léttum ögnum hlöðnum negatívu rafmagni, svokölluðum elek-
trónum, er sveima á brautum umhverfis kjarnann líkt og plánetur
umhverfis sólu. Kjarninn, sem hefur þvermál, sem er aðeins 1/10000
af þvermáli atómsins, inniheldur prótónur og nevtrónur. Agnir
þessar hafa báðar massa, sem er því sem næst l.1) Nevtrónan er
órafmögnuð, en prótónan er hlaðin pósitívu rafmagni. Hleðsla
prótónunnar, e (4,8028 X 10-10 e. s. e.), er jafnstór og hleðsla elek-
trónunnar, —e, en hefur annað formerki. Öll atóm innihalda jafn-
margar prótónur og elektrónur og eru því í heild órafmögnuð.
Massi prótónunnar er um það bil 1836 sinnum stærri en massi
elektrónunnar.
Fjöldi prótóna í kjarna atóms er táknaður með bókstafnum Z
og er kallaður sætistala atómsins. Ef fjöldi nevtróna er táknaður
1) Massaeiningin, sem hér er notuð, er 1/16 af massa súrefnisatóms með
massatöluna 16. Annars er massi neytrónunnar, 1,008986, lieldur meiri en massi
prótónunnar, sem er 1,007596. Massi elektrónunnar er 0,0005488 í þessari ein-
ingu. í grömmum er massi prótónunnar 1,6724x10“24 g, massi nevtrónunnar
1,6747x10—24 g, og massi elektrónunnar 9,108x10—28 g.