Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3 Tákna má hina ýmsu ísótópa súrefnis á eftirfarandi hátt: ‘ÍO, 'sO. *I0, ”0, lO, *80, Vetni hefur þrjá ísótópa með massatölurnar 1, 2 og 3 (sjá 2. mynd). 2. mynd. Hinir þrír ísótópar vetnis. 3H Tritíum Vetni er svo mikilvægt frumefni, bæði eðlisfræðilega og efna- fræðilega, að hinir þrír ísótópar þess hafa sérstök nöfn. ísótópur- inn, sem hefur massatöluna 1, er kallaður vetni (prótíum), ísótópur- inn með massatöluna 2, devteríum, og ísótópurinn með massatöl- una 3, tritíum. x) Kjarnarnir hafa meira að segja sérstök nöfn og eru táknaðir með sérstökum bókstöfum. Vetniskjarninn er aðeins ein prótóna (táknaður með p), devteríumkjarninn er kallaður devteróna (táknaður með d) og tritíumkjarninn er kallaður tritóna (táknaður með t). í kjarnfræðitilraunum eru kjarnar þessir oft notaðir sem skeyti, og er þeim þá skotið á aðra kjarna. Elektrónan snýst um möndul sinn. Árið 1925 komu tveir Hollendingar, Uhlenbeck og Goudsmit, fram með þá tilgátu, að elektrónur snérust um möndul sinn. Vitað er nú með vissu, að allar elektrónur snúast á þennan hátt. Fá þær við það skriðþungamættið i/z (h/27r), þar sem h (6,6 X 10-27 erg sek) er svokallaður Plancks stuðull, nefndur til heiðurs þýzka eðlis- fræðingnum Max Planck. 1) Vetni það, sem finnst í náttúrunni, er að langmestu leyti prótíum, einn sex þúsundasti bluti þess er þó devteríum. Tritíum er geislavirkur ísótópur, sem svo að segja ekkert finnst af í náttúrunni. Verður því að framleiða hann með sérstökum aðferðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.