Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á 3. mynd, sem er af vetnisatóminu, sést, að atómið líkist mjög plánetukerfi. 3. mynd. Elektrónan snýst um möndul sinn og svífur kringum kjarnann. Hreyfing hennar er lík hreyfingum plánetanna. Bohr magnetóna. Elektróna, sem snýst, hefur ekki aðeins skriðþungamætti, held- ur einnig segulmætti, þ. e. a. s. hún hagar sér eins og lítill segull með norður og suður póla (sjá 4. mynd). Ef 1 er fjarlægðin milli póla segulstangar og M styrkleiki hvors póls um sig, þá er segul- mætti stangarinnar p = Ml. Það kemur í ljós, að segulmætti elektrónu vegna snúningsins, sem kalla má p8, er ps = eh/4 tt mc, þar sem h er fyrrgreindur Plancks stuðull, e er hleðsla og m massi elektrónunnar, en c er s i 4. mynd. Líta má á elektrónuna sem kúlu, er vegur 9,108 x 10-28 g 0g snýst um möndul sinn. Hún hefur negatíva rafhleðslu og vegna snúningsins norður og suður segul- póla. ljóshraðinn (3 X 1010 cm/sek): pB er kölluð Bohr magnetóna í heiðursskyni við Niels Bohr. Þegar sett eru inn gildin á e, h, m og c, kemur út, að ein Bohr magnetóna er 9,27 X 10~21 erg/gauss. Prótónur og nevtrónur snúast. Kjarnamagnetóna. Það hefur verið leitt í ljós, að prótónur og nevtrónur snúast um möndul sinn á sama hátt og elektrónan, og hefur hvor þeirra um sig sama snúningsskriðþungamætti og elektrónan, l/2 (h/2 vr). Báðar þessar agnir hafa einnig segulmætti. Það kemur nokkuð á óvart, að nevtrónan, sem er óhlaðin (órafmögnuð), skuli hafa segulmætti. Hér verður ekki greint frá skýringu þeirri, sem vísindamenn gefa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.