Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 10. mynd. Bevatróninn í Berkeley. Neðarlega á myndinni til hægri stendur maður við hliðina á beina flýtinum (linear accelerator), sem skýtur prótónun- um inn í bevatróninn. þá langöflugasti kjarnkljúfur í heiminum1), og var hann byggður m. a. í þeim tilgangi að freista þess að framleiða andprótónur. Árið 1955, 28 árum eftir að Dirac konr fram með kenningu sína um andagnir, tókst fjórum vísindamönnum við Kaliforníuháskól- ann í Berkeley, þeim Emilio Sergré, Owen Chamberlain, Thomas Ypsilantis og Clyde E. Wiegand, að framleiða andprótónur og sanna I) Síðan hafa verið byggðir iillugri kjarnkljúfar. Árið 1957 tóku Rússar í notkun 10000 milljón elektrónvolta prótónu flýti í kjarnorkustöð sinni í Dubna, sem er 112 kni fyrir norðan Moskvu. Var það um skeið stærsti kjarn- kljúfur í heimi. S. 1. ár var tekinn í notkun 28000 milljón elektrónvolta kjarn- kljúfur í Genf í Svisslandi. Er hann eign Cern, sambands Vestur-Evrópuríkja um samvinnu í kjarnorkurannsóknum. í júlí s. 1. tóku Bandaríkjamenn aftur forystuna. Var þá tekinn í notkun 30000 milljón elektrónvolla prótónu flýtir (alternating gradient synchrotron), sem byggður hafði verið við Brookhaven National Laboratory, sem er á Long Island í New York fylki. Þess má geta til fróðleiks, að slðastnefnt tæki var fimm ár í smíðum og kostaði 31 milljón dollara.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.