Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
13
tilveru þeirra. Segré og Chamberlain hlutu Nóbelsverðlaunin í eðl-
isfræði árið 1959 fyrir þetta afrek.
Þeir Segré og félagar létu 6200 milljón elektrónvolta prótónur
Teikning til skýringar á 13. mynd. p er prótóna, „-+ er u-mesóna, sem helur
pósitíva rafhleðslu. er „--mesóna, sem hefur negatíva rafhleðslu.
rekast á koparplötu (sjá 9. mynd). Við það mynduðust margar agn-
ir, er höfðu negatíva hleðslu, og ýtti segulsvið bevatrónsins þeim
út úr flýtinum. Flestar þessara agna voru vr-mesónur1), p-mesónur
1) Eins og áður hefur verið drepið á, inniheldur kjarni atómanna prótónur,
sem hafa pósitíva rafhleðslu, og nevtrónur, sem hafa enga rafhleðslu. Þar sem
rafhleðslur, sem hafa sama formerki, hrinda hver annarri frá sér, er ljóst, að
ögnunum í kjörnum atómanna er ekki haldið saman af rafkröftum (Coulomb
kröftum), heldur af sérstökum kjarnkröftum, senr eru öflugri en nokkrir aðr-
ir kraftar, er þekkjast. Kraftar þessir verka milli tveggja prótóna, tveggja
neytróna og milli prótónu og nevtrónu eins og sjá má af því, að til eru kjarn-
ar, sem innihalda prótónu og nevtrónu (devteríumkjarninn). Japanski eðlis-
fræðingurinn Yukawa, sem var að glíma við að ráða stærðfræðilega fram úr
gátum kjarnkraftanna, komst árið 1935 að þeirri niðurstöðu, að kraftar þess-
ir væru tengdir áður óþekktum efnisögnum, sem hefðu massa, sem væri um
það bil 200 sinnum stærri en massi elektrónunnar. Agnir þessar voru nefnd-
ar mesónur. Árið 1936 voru þeir Carl D. Anderson og Seth Neddermeyer við
California Institute of Technology að rannsaka geimgeisla með þokuhylki.
Uppgötvuðu þeir þá svonefndar p-mesónur. Til eru bæði pósitívar og nega-
tívar p-mesónur, og er massi beggja hinn sami, eða um það bil 207 me (me
er massi elektrónunnar). Agnir þessar endast að jafnaði aðeins 2,15 x 10-° sek,
en eyðast svo sjálfkrafa og verða að elektrónum eða pósitrónum og nevtrín-