Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
15
14. mynd. Gufubóluhylki (bubble chamber), sem nú er í notkun við Kali-
forníuháskólann. Hylkinu, sem inniheldur um það bil 35 lítra af fljótandi
vetni, er komið fyrir í sviði öflugs seguls. Teknar eru ljósmyndir af brautum
hlaðinna agna i hylkinu.
Þegar andprótónur koma nálægt prótónum kemur það stundum
fyrir, að andprótónan lætur negatíva hleðslu sína af hendi við
prótónu. Verða þá báðar agnirnar óhlaðnar, prótónan breytist í
nevtrónu og andprótónan verður að andnevtrónu. Þar sent hvorki
nevtrónur né andnevtrónur hafa rafhleðslu, er munurinn á þeim
aðeins sá, að segulmætti andnevtrónunnar hefur andstætt formerki
við segulmætti nevtrónunnar (sjá 16. mynd).
Efni og andefni.
Eins og drepið er á í upphafi þessarar greinar, er allt efni sam-
sett af atómum. Atómin innihalda elektrónur, prótónur og nev-
trónur. Skýrt hefur verið frá því, að til eru andelektrónur (pósi-
trónur), andprótónur og andnevtrónur. Þessar staðreyndir verða til