Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 22
16
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
15. mynd. Vísindamennirnir, sem uppgötvuðu andnevtrónuna. Taldir frá
vinstri: Bruce Cork, Oreste Piccioni, Glen Lambertson og William Wenzel.
þess, að óhjákvæmilega vaknar sú spurning, hvort andatóm hljóti
þá ekki einnig að vera til og jafnframt andefni.
Það er þó augljóst, að andefni getur ekki verið til hér á jörðu,
þar sem ögn og andögn eyða hvor annarri strax og þær mætast.
Hugsanlegt er, að andefni sé einhvers staðar til úti í geimnum. Um
það er örðugt að dæma. Ekki koma stjörnusjónaukar að haldi við
rannsóknir á þessu atriði, hversu góðir, sem þeir annars eru. Stafar
það af því, að andefni — ef til er — á að líta nákvæmlega eins út
og venjulegt efni. Verður því að beita öðrum aðferðum, ef ráðn-
ing þeirrar gátu á að fást.
Eins og áður er getið, hafa tilraunir leitt í ljós, að geysileg orka
losnar úr læðingi, þegar ögn og andögn eyða hvor annarri. Hið
sama ætti auðvitað að gerast, ef efni og andefni eyddi hvort öðru.
Ætla mætti einnig, að sú orka, er þannig myndaðist úti í geimnum,
myndi á einn eða annan hátt segja til sín eða koma fram þannig, að