Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 26
20
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
til endurnýjunar stofninum. En það leið langur tími áður en menn
áttuðu sig á því, að plönturnar eru kynjaðar. Flestar plöntur eru
samkynja: sama blómið ber bæði frjó og fræ. Fyrir þá sök varð
mönnum ekki Ijóst fyrr en undir lok 17 aldar, að plönturnar væru
kynjaðar engu síður en dýrin. Samt þekktu menn til kynferðis stöku
jurta. Döðlupálminn er sérkynja — karl og kvenblómin ekki á sama
trénu — enda var Assyríumönnum og Babýlóníumönnum — og síðar
líka Aröbum — það ljóst, að kvenblómin þyrftu frjó frá blómum
karltrjánna til að þau bæru fræ. Þeir tryggðu sér ríkulega uppskeru
með því að hrista frjó tir karlblómum yfir kvenblóm. Með þessu
móti varð líka þörf færri karltrjáa.
Menn hafa lengi þekkt til þess, að mismunandi dýrategundir
gætu æxlazt saman, þekktustu dæmi slíkra kynblendinga eru múl-
dýrið og múlasninn, afkvæmi hests og asna. Þjóðtrúin hefur svo
fjölgað þessum kynblendingum með frásögnum um hvers kyns
furðudýr, afkvæmi tveggja óskyldra dýrategunda eða dýrs og manns.
Gíraffinn kvað til dæmis rekja ættir til úlfalda og hlébarða. Kýr og
hestur voru sögð eiga til að eðlast saman og eru mörg rit og merk
til um ávöxt þeirrar æxlunar.
Hérlendis var trúað að köttur og tófa gætu átt saman afkvæmi,
og þóttu það engin dáindiskykvendi. Segir svo um þau í þjóðsög-
um Jóns Árnasonar:
„Skoffín er sagt, að sé afkvæmi tóu og kattar, og er kötturinn
móðir. Verða skoffín því ætíð drepin, áður en þau komast upp.
Skuggabaldrar eru í föðurætt af ketti, en í móðurætt af tóu, og eru
þeir eins skæðir að bíta og stefnivargar, eða refir, sem galdramenn
magna til að rífa annars fé, og ekki kveykja menn byssur, þegar á
þá er hleypt.“
Aðrar heimildir eru fyrir því hjá Jóni Árnasyni, að skoffín sé
„skepna sú, eða óvættur, er verður úr hana eggi; því þegar hanar
verða gamlir, eiga þeir eitt egg, og eru þau egg miklu minni, en
önnur hænu egg. Ef hana eggi er úngað út, verður úr því sú mein-
vættur, að allt liggur það þegar dautt, er hún lítur, svo er augnaráð
hennar banvænt. Sama náttúra fylgir og skrýmsli því, er skugga-
baldur heitir; það er kynblendingur af ketti og tóu, en aðrir segja
af ketti og hundi."
Nítjánda öldin er byltingaöld í líffræðinni, þá ruddi sér til rúms
hugmyndin um framþróun lífsins á jörðinni.