Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 21 I. mynd. Sex þúsund ára gömul ættartala hesta frá Kaldeu. (Miintzing). Um miðja öldina, um sama leyti og Darwin setti fram þróunar- kenningu sína, vann austurrískur munkur, Gregor Mendel, ábóti í Briinn, að rannsóknum á erfðum ertuplantna. Mendel las niður- stöður rannsókna sinna á tveimur fundum náttúrufræðingafélags- ins í Brúnn árið 1865 og birti þær næsta ár í riti félagsins undir nafninu „Tilraunir við kynblöndun plantna". Niðurstöður Men- dels urðu síðar heiminum kunnar sem erfðalögmál Mendels. Mendel athugaði nokkra vel skilgreinda eiginleika plantnanna: lit og lögun ertnanna, gerð blómskipunarinnar og fleira. Þegar bann blandaði til dæmis tveim ertukynjum, og annað var með sléttum ertum, en hitt með hrukkóttum, báru allir afkomend- ur af næsta ættlið — fyrsta kynblendingsættlið — sléttar ertur, sem ekki urðu aðgreindar frá ertum annars foreldrisins. Hæfnin að bera hrukkóttar ertur var samt ekki með öllu glötuð, því að í næsta ættlið — öðrum kynblendingsættlið — bar fjórði hluti plantnanna ertur eins og foreldrar þeirra. Úr þessu las Mendel, að það, sem réði erfðum lífveranna, væru ákveðnar erfðaeiningar eða erfða- vísar, sem erfðust án þess að breytast frá ættlið til ættliðs. Ástæðan fyrir því, að kynblendingarnir af fyrsta ættlið báru allir sléttar ertur, er sú, að þessir kynblendingar hafa erft vísi til hrukkóttra

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.