Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 32
26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
verið nefndar, en álíta, að þróun lífsins krefjist stærri skýringa en
við höfum tök á að gefa að svo stöddu.
Tæpast verður rifjuð upp saga erfðafræðinnar án þess að drepa
á hina stærstu uppreisn, sem gerð hefur verið gegn stökkbreytinga-
kenningunni, uppreisn, sem jafnframt beinist gegn allri erfðafræði
Mendels, Weismanns og Morgans. Þessi uppreisn er venjulega kennd
við rússneska erfðafræðinginn Trofim Lysenko. Hann grundvall-
ar skoðanir sínar á ritum samlanda síns, Mitsjúríns, sem andaðist í
bárri elli skömmu fyrir heimsstyrjöldina síðari.
Mitsjúrín fékkst við ræktun ýmissa nytjajurta, einkum ávaxta-
trjáa. Hann hélt því fram, að umhverfið gæti haft bein álirif á gerð
lífveranna. Mitsjúrín náði miklum árangri við kynbætur ávaxta-
trjáa.
I.ærisveinn hans, Lysenko, var kjörinn forseti landbúnaðaraka-
demíu Sovétríkjanna á sögufrægum fundi akademíunnar árið 1948,
en þar öttu þeir sama hestum sínum, Lysenkosinnar og Mendels-
sinnar. Fundinum lauk með sigri Lysenkosinna, enda hétu stjórn
Ráðstjórnarríkjanna og kommúnistaflokkurinn þeim fulltingi.
Kenning Mitsjúríns og Lysenkos var síðan kennd við alla Sovétskóla
og aðferðum þeirra beitt við erfafræðirannsóknir, en vesturlanda-
erfðafræðin, Mendelisminn, bannfærð sem auðvaldsfræði. Á síð-
ustu árum virðist allmikið hafa rýmkazt hagur Mendelista í Sovét-
ríkjunum, en áhril’a Mitsjúrínista gætir engu að síður talsvert.
Lysenko heldur því fram, að erfðir lífveranna ákvarðist af sam-
spili innri gerðar lífveranna og umhverfisins, sem þær lifi í. „Með
erfðum", skrifar Lysenko, „eigum vér við þann eiginleika lifandi
veru að þarfnast ákveðinna skilyrða til að lifa og þroskast og að
bregðast á ákveðinn hátt við mismunandi aðstæðum." Ákveðin skeið
í þróun hvers einstaklings eru viðkvæmari en önnur, er breyta á
erfðum einstaklingsins.
Litla tilraun finnst mér Lysenko gera til að skýra staðreyndir þær
í hinni vestrænu erfðafræði, er brjóta í bága við erfðafræðikenn-
ingar hans. Á ég þar einkum við litningakort bananaflugna og maís-
plantna, sem sýna röð erfðastofnanna, genanna, í litningnum, en
fyrir svoddan staðreyndir virðist lítið rúm í fræðum Lysenkos, sem
neitar, að nokkur gen séu til: erfðirnar séu grundvallareiginleiki
alls lifandi efnis, og geti því engin „líffæri erfðanna" verið til, frek-
ar en nokkur ákveðinn hluti frumunnar sinni öndun eða vexti.