Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27 Enski líffræðingurinn J. B. S. Haldane segir í bók sinni „The Biochemistry of Genetics“ árið 1954: „Sem stendur geta erfðafræðingar hlotið frama, eða að minnsta kosti komizt lijá stöðumissi, með því að segja, allt eftir hnattstöðu sinni, annað hvort: „Lysenko fer alltaf með rétt mál“, eða „Lysenko fer aldrei með rétt mál“. Öll saga vísindanna bendir eindregið til, að hvorug þessara fullyrðinga geti staðizt." Sumir eiginleikar í fari óæðri lífvera, svo sem gerla og sveppa, virðast torskildir, nema gert sé ráð fyrir beinum áhrifum umhverf- isins á erfðir þessara smávera, enda hallast ýmsir sérfræðingar um erfðafræði smávera hér vestra að því, að umhverfið geti valdið erf- anlegum breytingum með smáverum. Aðrir telja hins vegar, að hægt sé að skýra allt eða allflest í fari gerla og sveppa með hinni klassísku erfafræði Mendels og Morgans. Við vitum enn harla lítið um innsta eðli lífveranna, Kannski eiga líffræðingar eftir að samræma skoðanir Lysenkos og Morgans, á svipaðan hátt og eðlisfræðingar leitast við að samræma athuganir á bylgjueðli og efniseðli ljóssins. Á síðari árum hafa erfðarannsóknir beinzt meir og meir inn á brautir efnafræðinnar. Erfðafræðingar sætta sig ekki lengur við það eitt að Iýsa erfanlegum eiginleikum og telja tíðni þeirra og að telja og teikna litninga. Nú vita menn margt um efni genanna og eru dáh'tið að byrja að gera sér hugmyndir um efnaskipti þeirra. Nú er nýskeð farið að fást við að framkalla erfanlegar breyting- ar á lífverum með því að gefa þeim inn erfðaefni annarra einstak- linga. Þetta gengur sæmilega hjá smáverum, og sumir segja hjá æðri lífverum líka. Kannski marka þessar tilraunir upphaf nýs skeiðs í erfðafræðinni, þar sem kynblöndun tekst án þess að fyrir fari samruni kynfruma. HEIMILDARIT Barnett, S. A. (ritstj.) 1958. A Century ol Darwin. London. Haldane, J. B. S. 1954. 'Llie Biochemistry of Genctics. London. Lysenko ,T. D. 1954. Heredity and its Variability. Moskva. Múntzing, A. 1954. Árftlighetsforskning. Stockholm. Sinnott, E. W., L. C. Dunn ir Th. Dobzhansky 1950. Principles of Genetics. New York. (í síðastnefndu riti er birt skýrsla Mendels frá 1865.)

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.