Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 29 þar mynda þeir aðeins mjög óverulegan liluta mosagróðursins. Þeir eru yfirleitt smávaxnir og lítt áberandi, og skjóta þeir sér því gjarn- an undan athygli, jafnvel forvitinna grasafræðinga. Margir þeirra finnast yfirleitt ekki öðru vísi en þannig, að maður rekst á þá innan um aðra mosa, þegar þeir eru teknir til athugunar. Því má búast við, að alllangur tími líði þar til allar íslenzkar lifrarmosa- tegundir eru komnar í leitirnar. Þá er og þess að geta, að fæstir lifrarmosar verða greindir svo að gagni sé öðru vísi en í sntásjá, og eru margir erfiðir viðfangs. Ekkert get ég fullyrt unt það, hve margar tegundir lifrarmosa hafa til þessa fundizt hérlendis. Niðurstöðum þeirra, er liér hafa safnað mosum síðan Hesselbo reit sína ritgerð, og ef til vill hafa einhvers staðar birt eitthvað um rannsóknir sínar, hefur ekki verið safnað saman á einn stað og því gætu hafa fundizt tegundir hér, sem mér er ókunnugt um. Flórulistar eru þó ekki allir áreiðan- legir og ýmissa hluta vegna, sízt þeir, er erlendir rannsóknarleið- angrar senda frá sér. Jafnvel þó vitað væri hvað fundizt hefði, gæti verið örðugt að segja nákvæmlega um hve margar tegundirnar væru, því líklega ber engum tveim mosafræðingum saman um það, hvað telja beri tegundir og hvað ekki. Hesselbo telur 93 tegundir íslenzkra lifrarmosa. í grein eftir Steindór Steindórsson í skýrslu Náttúrufræðifélagsins 1933—1934, „Flórunýjungar 1934“, getur hann nokkurra nýrra tegunda og af- brigða mosa úr Flóanum í Árnessýslu, sem greindar voru af P. J. Lund. Meðal þeirra eru tvær lifrarmosategundir: Scapania paludi- cola og Barbilophozia hatcheri. í „Illustrated Moss Flora of Fenno- scandia. I. Hepaticae" eftir Sigfrid Arnell (1956), er þess sums staðar getið, að tegundin vaxi á íslandi. Slíkar athugasemdir eru við 6 tegundir lifrarmosa, sem Hesselbo telur ekki í sinni ritgerð. Þessar tegundir eru: Chiloscyphus pallescens, Orthocaulis atlanti- cus, Hygrobiella laxifolia, Scapania calcicola, Sc. Imgulata og Sc. scandica. Því miður er mér ekki enn fullkunnugt um, hvaðan Arnell kemur sú vitneskja, að þessar tegundir finnist hér. Þá ber þess og að geta, að þrjú afbrigði, sem getið er hjá Hesselbo, eru í bók Arnells taldar sjálfstæðar tegundir: Cephalozia lammersiana, Nardia insecta og Lophozia porphyroleuca. Þetta verða þá til sam- ans 104 tegundir. Aðeins eina af tegundum Hesselbos sviptir Arnell tegundarréttinum, Scapania dentata. Helmut Gams getur allra þess-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.