Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 31 ur tegund af þessari ættkvísl, Calypogeia trichomanis (L.) Corcla ap Opiz. C. fissa er einkum frábrugðin C. trichomanis í því, að blöð hennar eru dálítið öðruvísi löguð og eru sýld í oddinn, en blöð C. trichomanis eru lieil og bogadregin að framan. Þá eru undirblöð C. fissa dýpra klofin og með tönn eða öxl oftast á báð- um hliðum, en undirblöð C. trichomanis oftast axlarlaus. C. fissa vex erlendis m. a. í Suður- og Vestur-Noregi, suðurhluta Svíþjóðar, Álandseyjum, Borgundarhólmi, Bretlandseyjum og Austur- og Mið-Evrópu. Á Norðurlöndum er hún miklum mun algengari en C. trichomanis, sem hér vex eingöngu í jarðhita, að sögn Hesselbos. 2. Barbilophozia hatcheri (Evans) Loeske. Hafnarfjörður, apríl 1959. Eins og fyrr segir er þessarrar tegundar getið úr Flóanum í Árnessýslu í áðurnefndri ritgerð Steindórs Stein- dórssonar sem nýrrar tegundar á íslandi, því Hesselbo nefnir hana ekki. Ekki þarf þó að vera, að tegundin sé svo mjög sjaldgæf hér- lendis, því verið getur, að henni hafi verið ruglað saman við hina algengu B. lycopodioides, enda er munurinn ekki mikill, en ekkert verður þó fullyrt um það að sinni, livort svo er í raun og veru. 3. Saccobasis polita (Nees) Buch. Möðruvellir í Hörgárdal, ágúst 1959 (Hörður Kristinsson). Hes- selbo fann þessa tegund á einurn stað á landinu, ísafirði. Ekki fundust úr Hörgárdalnum nema örfá eintök innan urn aðra mosa. 4. Lophocolea minor Nees. Fundin nálægt Víf'ilsstöðum í maí 1959. Hesselbo getur hennar frá 3 stöðum: Hálsskógur N. (Ól. Dav.), Reykjadalur S. og Vest- mannaeyjar. 5. Lophocolea cuspidata (Nees) Limpr. Bakkakot undir Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu, sept. 1959 (Steinn V. Magnússon) og Örfirisey, júní 1960 (Dóra Guðjohnsen). Tveir fundarstaðir eru hjá Hesselbo: Vestmannaeyjar og Holt S. 6. Chilocyphus pallenscens (Ehrli.) Dum. Hesselbo segir í sinni ritgerð, að þessarrar tegundar hafi verið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.