Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 35 ill. Svarta kviðrákin er þó ekki eins breið á kvenfuglinum, sem að jafnaði er lítið eitt minni en karlfuglinn. Heimkynni flotmeisunn- ar eru Bretlandseyjar, meginland Evrópu allt norður að 70° n. br. í Noregi, Norður-Afríka og Asía austur að Kyrrahafi og suður að Indlandshafi. Flotmeisan heldur sig einkum við jaðra lauf- og blendingsskóga, en er sjaldgæfari í hreinum barrskógum. Einnig er hún algeng í trjá- og skemmti- görðum borga og bæja. Hreiðurstað velur hún sér venjulega í trjáholum, stundum í múr- og kletta- glufum og mjög oft í hreið- urkössum, sem komið er fyrir í trjám eða á húsum. Flotmeisan er að mestu leyti staðfugl eins og flest- ar aðrar meisur. í Skandí- navíu mun þó einhver hluti þeirra fara af landi burt á haustin. Talið er, að það séu einkum ungfuglar. Á Bretlandseyjum verður t. d. reglulega vart við skandínavískar flotmeisur á haustin og veturna. Mataræði flotmeisunnar er allfjölbreytilegt. Vor og sumar er fæða hennar skordýr ýmiss konar, púpur þeirra, lirfur og egg. Einn- ig tekur hún köngulær, ánamaðka og ýiniss srnærri lindýr, svo og ýmsar tegundir berja og korns. Á vetrum leitar hún í sprungum í trjáberki að skordýrum og eggjum þeirra. Á þessum árstíma sækist hún eftir alls konar feitmeti, einkum feitu kjöti og tólg. Af því er íslenzka heitið dregið. Á norsku heitir hún kjöttmeis og á sænsku talgoxe og eru bæði þessi nöfn dregin af því hve sólgin hún er í fitu á veturna. Á dönsku heitir hún musvit, á ensku Great Tit og á þýzku Kohlmeise. Með hinni þrálátu suðaustanátt liaustið 1959, samfara slæmu skyggni, barst óvenju mikill fjöldi skandínavískra flækingsfugla til íslands. Einkum voru það smávaxnir og þreklitlir spörfuglar. Flot-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.