Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 Dr. phil. Hans Mölholm Hansen Hinn 6. apr. 1960 lézt danski grasafræðingurinn Hans Möl- holm Hansen úr hjartabilun í Kaupmannahöfn. Hann fædd- ist 22. janúar 1899 og varð því aðeins 61 árs gamall. Kornungur fékk hann brenn- andi áhuga á grasafræði og lauk magistersprófi í henni við Hafnarháskóla haustið 1924. Aðalkennari hans í grasafræði á stúdentsárunum var C. Raunkiær, höfundur Inns kunna lífmyndakerfis plantna, sem við hann er kennt. Mölholm Hansen hreifst mjög af þessu kerfi prófessors síns og rannsókn- um hans og samanburði á útbreiðslu þessara lífmynda í hinum ýmsu loftlagsbeltum jarðarinnar og bar þess merki æ síðan. Hann varð einn tryggasti stuðnings- og forsvarsmaður lífmyndakerfisins og gerði snemma endurbætur á aðferðum þeim við gróðurrann- sóknir, sem Raunkiær hafði fundið upp. Á síðari árum vann hann því af miklum áhuga að afla sannana á Jreirri hugmynd sinni, að hægt væri að nota lífmyndakerfið sem mælikvarða á jarðsögulegan aldur hinna ýmsu plöntuættkvísla. í því skyni athugaði hann m. a. allar lýsingar á plöntusteingervingum, sem birzt hafa á prenti í heiminum og 1956 gaf hann út yfirlit yfir þessar rannsóknir sín- ar, sem eru feikilega umfangsmikið verk. Mölholm Hansen var íslenzkum náttúrufræðingum að góðu kunnur. Sumarið 1925 dvaldist liann hér á landi við gróðurrann-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.