Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sóknir og um þessar rannsóknir skrifaði liann doktorsritgerð sína, „Studies on the Vegetation of Iceland", rannsóknir á gróðri ís- lands, sem út kom í Kaupmannahöfn í safnritinu The Botany of Iceland árið 1930. I þessari doktorsritgerð sinni skiptir Mölholm Hansen tegund- um íslenzku háplöntuflórunnar, sem hann taldi þá 375, niður í tvo höfuðhópa, eftir norður- og suður-takmörkum á útbreiðslu þeirra, arktískar og evrópskar tegundir. Síðan gerði hann samanburð á lífmyndum tegundanna í þessum hópum og var niðurstaðan í fullu samræmi við kenningar Raunkiærs. Sérkenni flórunnar í hinum ýmsu landshlutum og í mismunandi hæð yfir sjávarmál taldi hann stafa fyrst og fremst af hitamismun og höfuðorsök teg- undafæðar háplöntuflórunnar taldi hann hið hryssingslega loftslag og hinn hómógena jarðveg, fremur en hina einangruðu legu lands- ins. Hina mismunandi samsetningu gróðursins taldi hann einnig stafa af mismun á hita, og hiti jarðvegsins væri mjög háður því vatni, sem í honum væri og þeim snjó, sem þekti hann á vetrum. Þar sem hiti jarðvegsins væri mestur bæri meira á evrópskum tegundum og suðrænni lífmyndum í gróðrinum, og þar sem jarðvegurinn væri kaldari væru arktískar tegundir og norrænni lífmyndir alls ráðandi. Þessar rannsóknir Mölholms Hansens hér á landi voru á marg- an hátt mjög merkar, enda hlaut hann fyrir þær verðugt hrós. En því miður hélt hann þeim ekki áfram, nema að mjög litlu leyti, enda þótt hann kæmi aftur hingað til lands árið 1930, og birti ekkert frekar um þær á prenti. Samt sem áður var hér um merki- legt brautryðjandastarf að ræða, og í viðurkenningar- og þakkar- skyni gerði Vísindafélag íslendinga hann að bréfafélaga sínum í ársbyrjun 1960. Frá 1944 var Mölholm Hansen fastur starfsmaður Grasasafns Hafnarháskóla og þar vann hann óhemjumikið starf að vexti og viðgangi þess, auk þeirra umfangsmiklu rannsókna, sem hann fékkst við og áður er getið. Hve tímafrek slík safnstörf eru, vita þeir einir, sem við þau hafa fengizt, og mönnum hlotnast mjög sjald- an viðurkenning fyrir slík störf, jafnmikilvæg og þau þó eru. Þann- ig var því farið um Mölholm Hansen, hann hlaut allt of litla viður- kenningu í lifanda lífi fyrir það mikla starf, sem hann vann fyrir Grasasafn Hafnarháskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.