Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
39
Mér hlotnaðist sú ánægja að vinna nokkuð að safnstörfum undir
handarjaðri Mölholm Hansens í Höfn og kynnast honum per-
sónulega. Hann var hinn bezti drengur; mjög víðlesinn í sínu fagi
og flugskarpur og lógiskur í hugsun. Hann var óspar á að miðla
mér af þekkingu sinni og reynslu og hef ég ekki meira lært af öðr-
um mönnum.
Við þessa kynningu komst ég fljótt að því, að áhugi hans á flóru
og gróðri íslands var enn jafnvakandi og þrjátíu árum áður, enda
þótt hann veldi sér annað ævistarf en halda áfram þeim rann-
sóknum, sem doktorsritgerð hans fjallaði um.
Ég vii hér þakka honum hið mikla starf hans í þágu íslenzkrar
grasafræði.
Eyþór Einarsson.
Sitt af hverju
Ný burknalegund.
Asplenium septentrionale (L) Hoffm. — Skeggburkni.
Fyrir nokkru færði Valgarður Egilsson í Hléskógum í Höfða-
hverfi, nemandi í 6. bekk M. A. mér sérkennilega plöntu. Við at-
hugun reyndist þetta vera burkninn Asplenium septentrionale. En
fundur hans liefur eigi verið staðfestur fyrr hér á landi. Að vísu er
hans getið í nokkrum eldri plöntuskrám. Þannig er burknans get-
ið í skrá O. F. Múllers 1770. Og Baring Gould telur sig hafa fund-
ið hann í Laugardal 1863. En þar sem engin eintök eru til í söfn-
um, hafa fundir þessir ekki verið viðurkenndir. Hléskógafundur-
inn er því hinn fyrsti fundur hér, sem ekki verður véfengdur. Burkn-
inn vex þar í klettaskoru móti suðaustri, en lítið er þar af honum.
Hér fer á eftir lýsing þessarar tegundar:
Blöðin sígræn, löng, mjó, næstum striklaga, venjulega er blaðk-
an tvíklofin í álíka stóra flipa, sem aftur eru með grunnri sýlingu í
oddinn, og stundum með fáum örmjóum hliðarflipum. Blaðstilkur-
inn tvöfalt til þrefalt lengri en blaðkan, dökkur neðst, en grænn of-
antil með gisnum hárum, sem ýmist eru aðlæg eða útstæð, liins vegar