Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 48
42 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Gróðurrannsóknir 1960. I. Girta svæðið við Geysi í Haukadal. Svæði þetta umhverfis hverina var girt og friðað árið 1954. Land- stærð innan girðingar er 15.3 ha. Á þessu svæði eru Geysir og Strokk- ur og ennfremur Blesi, Fata, Óþerrishola o. fl. liverir og sjóðandi pyttir. Landið er skellótt yfir að líta; skiftast á grænir blettir og Ijósar skellur af hveraleir. Blákolla, blóðberg og smári mynda bláa, rauða og hvita smádíla hér og hvar, einkum þar sem jarðyls gætir að mun. Ofan til ber talsvert á nær gróðurlausum, rauðleitum mel- hryggjum. Það er blásið land og yfirborðið líklega blandað járn- samböndum. Ofan af Laugafjalli að sjá, virðist rúmlega helmingur lands innan girðingar á hverasvæðinu við Geysi grænn og gróinn. Er gróðurinn augljóslega í sókn. Undirritaður gerði nokkra athugun á gróðurfarinu þarna dagana 6. og 7. júlí 1960. Fundust alls 120 tegundir blómjurta og byrkn- inga. Þarna eru grasblettir, holt, deiglendi, melhryggir og heit svæði. Skal hér aðeins rætt um gróður jarðylssvæðanna. Þau eru víða gróin língresi, vallarsveifgrasi, laugasefi og fitjafinnungi. Blóð- berg myndar talsverðar breiður. Allmikið ber á blákollu, livítsmára og skriðsóley. Hinar ljósu hveraleirskellur eru gróðurlitlar. Silfur- mura teygir sig út á þær og græðisúra, bæði aðaltegundin og dverg- afbrigði. Þar sést líka blóðberg, hnoðafræhyrna, hjálmgras, augn- fró, skeggsandi, mikil blákolla, skurfa, hærur, dúnurtir o. fl. Utan í sjálfri Geysisskálinni vaxa á stangli: Skammkrækill, hnúskakrækill, skurfa, mýradúnurt, skarifífill, varpasveifgras, lambaklukka, nafla- gras, kattartunga, kornsúra, meyjarauga, vegarfi, skriðlíngresi, blásveifgras, blávingull og hundasúra. Ýmsar fagrar blómjurtir vaxa á friðaða svæðinu, en sumar hafa ekki enn borist inn á svæðið þótt þær vaxi í grend, t. d. fuglaertur, sem vaxa hér og hvar á bökkum Haukadalsár, rétt fyrir neðan, og mikið í „gamla Haukadal.“ II. SkagafjörSur og; Húnavatnssýslur, ágúst 1960. Engjamunablóm (Myosolis palustris). Hefur allvíða slæðzt út frá skrúðgörðum og vex nú villt og þrífst prýðilega fram með lækj- um og í vegaskurðum. Breiðist víða verulega út. Fundarstaðir: Syðri- Hóll í Austur-Húnavatnssýslu. Vex við læk. Við ána í Hvammi í Skefilstaðahreppi, Skagafirði, í gili við Hátún (við Glaumbæ), að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.