Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 16
Náttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson DjÁSNÞÖRUNGAR Djásnþörungar eru grænir einfrumuþörungar sem lifa í ferskvatni og hafa ótrúlega fjölbreytt og skrautleg form. Því hafa þeir verið nefndir skrautþörungar eða djásnþörungar, en hið fræðilega heiti er Desmidiaceae eða Desmidiales. Hér verða sögð deili á þessum þörungaflokki og getið um helstu ættkvíslir þeirra á Islandi. Allt frá því að smásjáin komst í almenna notkun á 19. öld hafa djásnþörungar verið í sérstöku uppáhaldi hjá notendum hennar. Þeir munu snemma hafa skilgreint þennan plöntuflokk sem einfrumunga með tvískiptar frum- ur, sem oft eru ótrúlega formfagrar og skrautlegar og minna á skreyti- list gull- og silfursmiða. Varla er hægt að hugsa sér skemmtilegra viðfangsefni til smásjárskoðunar. Til eru bækur með handlituðum teikningum djásnþörunga allt frá miðri 19. öld og áhugamenn um skoðun þeirra hafa myndað klúbba erlendis.1 Höfundur þörungafræðinnar, J.C. Agardh, gaf einni ættkvísl djásnþörunga nafnið Desmidium. Það er dregið af gríska orðinu desmos sem merkir band eða borði; síðan var farið að kalla þá Desmidieae eða Desmidiaceae, sem varð desmids á ensku og það hefur síðan komist inn í nokkur önnur mál. A þýsku kallast þeir Zieralgeti (skrautþörungar). Orðið djásn merkir ,skrautgripur, ennisskart'. íslensk orðsifjabók2 segir það tökuorð „líklega úr síðgrísku. díadesma, blendings- mynd úr gr. diádema ,ennisborði, kóróna' og anadésme ,höfuðband, ennisborði' kvenna (H. Falk 1914:115)". Sé þetta rétt skýring er íslenska orðið djásn samstofna fræðiheitinu og virðist því einboðið að nota það um þennan þörungaflokk og nýta sem stofnnefni ættkvíslanna, eins og gert verður hér á eftir. Varla er þörf á að gefa nema örfáum tegundum djásnþörunga íslensk heiti, enda verður það ekki reynt í þessari grein. Helstu einkenni DJÁSNÞÖRUNGA Hinir dæmigerðu djásnþörungar skiptast í tvær hálffrumur (semicells) svo að fljótt á litið virðist vera um tvær frumur að ræða. Milli þeirra er vanalega skora (miðskora, sinus), misdjúp eftir tegundum, og þær eru tengdar saman af brú (isthmus) í miðju. Flestir djásnþörungar fram- leiða glært, hlaupkertnt efni. Hjá sumum ættkvíslum eru frumumar tengdar saman í keðjur sem oft eru uiriuktar þessu hlaupi. Keðju- myndun virðist vera aðlögun að sviflífi. Hlaupið notast einnig til hreyfingar og til að verjast ofþomun. A fullvöxnum þörungi eru báðir helmingar frumunnar eins og spegiknynd hvor af öðrum, en við frumuskiptingu detta helmingamir sundur og nýr helmingur vex á móti þeim gamla, sem er að sjálfsögðu minni á meðan hann er að vaxa (1. og 2. mynd). Þetta minnir nokkuð á frumuskiptingu kísilþörunga. Djásn- þörungar eru afar mismrmandi að stærð; þeir mirtnstu aðeins um 10 míkrómetrar en þeir stærstu allt 1 mm og sjást því með berum augum. Keðjur djásnþörunga geta orðið nokkrir millimetrar á lengd en eru svo mjóar að þær sjást ekki nema í smásjá, enda eru þær oftast stakar og mynda ekki slý. Djásnþörungar hafa mismunandi lögun eftir því hvaða hlið þeirra er skoðuð, rétt eins og dýr eða menn. Flestir eru þynnri en sem nemur breiddinni (compressed) og líta því öðruvísi út að framan en frá hlið, og séð í endann fæst þriðja lögunin. Þegar þeir eru skoðaðir í smásjá liggja þeir vanalega á flathliðinni 16 Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 16-26, 2006

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.