Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags gamenflora', útg. í Leipzig 19378 sem hefur verið endurprentuð. Hún er hins vegar aðeins með svarthvífum teikningum. Handhægust fyrir byrjendur er þó vafalaust Das Leben im Wassertropfen, eftir Heinz Streble og Dieter Krauter, sem út kom hjá Kosmos-Verlag í Stuttgart 1973 og í mörgum útgáfum síðan.9 Myndir úr henni voru teknar upp í Veröldina í vatninu, leiðarvísi minn um vatnalíf á íslandi, sem út kom hjá Náms- gagnastofnun 1979 og í 2. útgáfu 1990.10 Myndir úr henni birtast einnig í þessari grein. Rannsóknirá ÍSLENSKUM DJÁSNÞÖRUNGUM Tveir franskir landkönnuðir, Charles Rabot og Gaston Buchet söfnuðu allnokkrum sýnum af vatnalífi á Islandi kringum 1890. Flest þeirra voru af Vestfjörðum, en nokkur úr öðrum landshlutum. Þeim var dreift til ýmissa sérfræðinga í Frakklandi. Kom það í hlut P. Hariot og Émile Belloc að greina þörungana og birtust greinar þeirra 1893 og 1895.11 Sá síðamefndi getur um 35 tegvmdir djásnþörunga. (Því miður höfðu tvö sýni frá Færeyjum ruglast saman við íslensku sýnin og lækkar það töluna um fimm tegundir.) Árið 1899 birtist í Botanisk Tids- skrift grein um ferskvatnsþörunga á íslandi efhr F. Borgesen.12 Þar eru skráðar 58 tegundir af djásnþörung- um og þar af um 45 nýjar fyrir landið. Sýnunum höfðu safnað: Arthur Feddersen fiskiráðunautur, L. K. Rosenvinge og Stefán Stefáns- son, á Suðurlandi, Suðvesturlandi og í Eyjafirði. Borgesen segist hafa greint þau fyrir mörgum árum. Daninn C. H. Ostenfeld ritaði grein um svif í vatni á Islandi (1903)13 og aðra með C. Wesenberg-Lund (1906) um svifið í Mývatni og Þingvalla- vatni14 og bættu þeir við nokkrum tegundum, sömuleiðis Johanne s Boye-Petersen (1928)15 og Gerhard Schwabe (1936).16 Hollendingurinn Paid van Oye safnaði djásnþörungum í Þingvalla- sveit vorið 1938, þar á meðal í Þingvallavatni, Öxará og Sogi. Hann birti grein um þá 194117 þar sem getið er 36 tegrmda og þar af voru 17 nýjar fyrir landið. Þetta er fyrsta ritgerðin sem eingöngu fjallar um þennan þörungaflokk á íslandi. Van Oye undrast það hversu djásn- þörungaflóra Þingavalla er fátækleg en telur þó að fleiri tegundir bætist við þegar hann hafi lokið greiningu á sýnum úr bamamosa, en þær hafa líklega ekki komist á framfæri. Með ritgerð van Oye var fjöldi þekktra djásnþörungategunda á íslandi kominn upp í um 120. Greinar- höfundur safnaði svifsýnum úr mörgum vötnum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi á árunum 1970-1975 og ritaði smágrein um djásnþönmga í Acta botanica islandica árið 1976,18 þar sem getið er 13 tegunda, þar af voru 11 nýjar fyrir flóru íslands. Árið 1977 var Bretinn Paul A. Broady við rannsóknir á jarðþör- ungum (terrestrial algae) í Glerárdal við Akureyri og lýsti þeim ýtarlega í Acta botanica islandica 1978.19 Broady fann 25 gerðir af djásnþörmrgum í mosa- og moldarsýnum af dalnum, en aðeins 18 tókst að greina til tegundar. Þar á meðal voru átta tegundir nýjar fyrir landið. Bretinn David B. Williamson nafngreindi djásnþörunga sem safnað var fyrir hann úr tjöm (vatni?) í grennd við Skaftafell, 27. júní árið 2000, og fann þar 33 tegundir, þar af um 20 nýjar fyrir landið. Sýnir það hversu ís- lenska djásnþörungaflóran er ennþá lítíð þekkt.20 Samkvæmt nýlegri skrá yfir ís- lenska vatna- og landpörunga, sem höfundur hefur tekið saman (1998),21 er fjöldi þekktra djásn- þörunga hérlendis nú kominn upp í um 160 tegundir og 10 afbrigði. Eflaust er eitthvað af þeim ranglega greint. Skipuleg könnun þessa 4. mynd. Djásnpörungar I: 1 Xanthidium armatum, 2 X. antilopaeum, 3 Arthro- desmus indentatus, 4 A. convergens, 5 Staurastrum punctulatum, 6 S. dickiei. (3 og 6 eru ófundnir á íslandi).9 19

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.