Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 23
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
9. mynd. Djásnþörungar: 1 Staurastrum dejectum, 2 S. cuspidatum, 3 S. teliferum,
4 S. gracile, 5 S. paradoxum, 6 S. tetracerum, 7 S. polymorphum, 8 S. aculeatum.
(7 og 8 eru ófundnir á íslandi).9
10. mynd. Djásnþörungar V: 1 Hyalotheca dissiliens, 2 Desmidium cylindricum,
3 D. coarctatum, 4 D. swartzii, 5 Gymnozyga moniliformis. (2, 3 og 5 eru
ófundnir á íslandi).9
Sphaerozosma
(gr. spliaira = kúla).
Keðjudjásn
1 þessari ættkvísl eru frumurnar
lauslega tengdar saman í langar
keðjur sem geta hæglega brotnað
upp. Tengslin eru separ eða vörtur á
endum frumurtnar. Skoran vanalega
djúp og opin. Hálffrumur sporöskju-
laga, sléttar eða með punktaröðum.
Við frjóvgun losna frumurnar
srmdur. Þrjár tegtmdir þekktar hér-
lendis: S. excavatum (?), S. filiformis
og S. vertebratum. Sú fyrstnefnda er
áberandi í svifi sumra vatna, t.d. í
Vatnsfjarðarvatni.
í ættkvíslinni Onychonema eru
frumurnar samvaxnar á endum,
oftast með broddum sem ganga á
misvíxl. Engin tegund skráð hér.
Spondylosium
(gr. spondulos = hryggjarsúla).
Banddjásn
Líkist undanfarandi ættkvísl en hér
eru frumurnar fastar bundnar, þó
mismunandi þéttar eftir tegund-
um, jafnan með áberandi og opinni
skoru. Þrjár tegundir skráðar hér:
S. planum (?), S. pygmaeum og S.
moniliforme (?). Þær hafa fundist í
svifi nokkurra vatna á Norður- og
Austurlandi.
Peniaceae
Tegundir þessarar ættar hafa
sjaldan greinilega miðskoru og
skera sig að ýmsu öðru leyti úr
dæmigerðum djásnþörungum.
Closterium (8. mynd).
(lat. claustrum = lokað svæði).
Mánadjásn
Frumur aflangar, tvískiptar en
skorulausar, vanalega mjóar í báða
enda og með langsrákum, vanalega
íbognar eða hálfmánalaga, oft all-
stórar, jafnvel allt að 1 mm á lengd.
(C. ehrenbergii). í báðum endum eru
litlaus stykki með áberandi safabólu
og í henni eru örsmá kom á sífelldu
iði vegna sameindahreyfinga.
Græniberar oft með langsfellingum
og mörgum litberum og safabólum.
Veggir stundum dökkir af jám-
samböndum. Frjóvgun fer vanalega
fram milli nakinna kynfrumna, sem
skríða út úr móðurfrumunni eftir að
hún hefur brotnað um samskeytin.
Okfruman vanalega kúlulaga,
stundum vörtótt. 25 tegundir þekkt-
ar hér á landi, sumar þeirra mjög
algengar; finnast eirtnig í næringar-
ríkum vötnum, svo sem í Mývatni.
(Sumir telja þessa ættkvísl til sér-
stakrar ættar, Closteriace ae.)
Gonatozygon (11. mynd).
(gr. gonos = fræ, sæði; gr. zygon =
ok). Gaddadjásn
Frumur staflaga, óskiptar, oftast
þverstýfðar og breiðastar á endum
23