Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sem hafa áberandi totur (fingur) næst frumuveggnum. Sumar teg- undir hafa safabólur á endum, með komum úr baríumsúlfati (eins og Closterium). Tvær tegundir hér- lendis: N. digitus og N. oblongum (?). Spirotaenia (lat. spiralis = snúinn; gr. taenia = borði). Spíraldjásn Aflangar, bjúgalaga frumur, beinar eða dálítið íbognar. Veggurinn úr inrrra beðmislagi og ytra hlauplagi. Grænuberinn gormlaga (eins og hjá Spirogyra), oftast vegglægur en stundum miðlægur, með gormlaga rifjum. Ein tegimd skráð hér, þó ekki viss. 12. mynd. Þráðlaga okþörungar (Stjörnusilkisætt): A, B. Gormsilki (Spirogyra), C. Stjörnusilki (Zygnema), D, E. Töflusilki (Mougeotia).9 ZYGNEMATACEAE (12. mynd). (Stjörnusilkisætt) í þessari ætt eru þráðlaga ok- þörungar, þar sem frumumar eru fast bundnar í þráðunum án þess að beint samband sé á milli þeirra. Þeir verða því að teljast sambú (colonia) fremur en fjölfrumungur. Engin tví- skipting er í frumrmum, nema hvað grænuberinn er stundum tvískiphir og líkist tveimur stjömum, annars borðalaga og gormsnúinn hjá sum- um tegundum. Frumuveggir eru tvílaga, innra lagið úr sellulósa en ytra lagið úr pektíni, hlaup- eða slímkennt hjá sumum tegundum, og því er slý þessara tegunda oft sleipt viðkomu og minnir á silki, enda stundum nefnd vatnasilki. Okfrjóvgun fer oftast þannig fram að þræðirnir leggjast saman og umlykjast slími, síðan vaxa totur út úr frumunum og veggir þeirra eyðast þar sem þær snertast. Oft fer þá mestallt frymi annarrar frum- unnar inn í hina, þar sem okfruma myndast, eða frymi beggja mætist í brúnni og myndar þar okfrumu, sem jafnan er dvalastig. Þörungar af þessum flokki eru mjög algengir í vötnum og tjömum og líka í renn- andi vatni, og mynda sumar tegundir sérstaka þræði (haptera) til að festa sig með. Auðvelt er að þekkja ættkvíslir á mismunandi lögun og setningu grænuberans, en tegundagreining er mjög erfið. Níu ættkvíslir, þar af fimm hér á landi: Mougeotia (töflusilki) hefur borðalaga grænubera sem getur ýmist snúið breið- eða mjóhlið að birtunni, eftir styrkleika hennar. Óvíst hvaða teguiadir eru hér á landi. Spirogyra (gormsilki) hefur borðalaga grænubera sem nær milli enda frumunnar og liggur í gorm- laga vindingum út við frumu- vegginn. í borðanum eru margir litberar með jöfnu bili. Getið er um 2-3 tegundir hérlendis en þær em eflaust miklu fleiri, enda eru þær afar algengar og mynda oft stóran hlut í slýi tjama, stöðu- og straum- vatna næst landi. Vex oft snemma vors, jafnvel áður en ísa leysir. Zygnema (stjömusilki) hefur tvo, stjömulaga grænubera, sem oft jaðra saman og mynda tvístirni. Einn áberandi litberi í hvorum grænubera og kjaminn á milli þeirra. Getið er átta tegunda hérlendis, en um helmmgur þeirra er óviss. Auk þess em ættkvíslimar Siro- gonium og Zygogonium, með einni tegund hvor hér á landi. Eftirmáli Árið 2004 voru liðin 50 ár síðan ég fékk þörungabók G.M. Smith um bandaríska vatnaþörunga í hendur. Með hjálp hennar og lélegrar smásjár, sem ég hafði tjaslað saman, tókst mér að greina allmörg þörungasýni til ættkvíslar. Síðan varð langt hlé á þörungaskoðun minni, þó að eitthvað kæmu þeir við sögu í háskólanum. Það var svo árið 1970 að ég tók aftur til við þetta óskaverkefni og sinnh því nokkuð næsta áratuginn, en síðan ekki söguna meir. í tilefni af hálfrar aldar afmæli þörungagrúsks míns datt mér í hug að skrifa þessa grein um djásnin í ríki vatnaþörunganna. Vonandi verður hún til að vekja áhuga einhverra á þessu viðfangs- efni og hver veit nema þeir heillist af því eins og ég á sínum tíma. Heimildir 1. Helstu heimildarrit við samningu greinarinnar: a) John Ralfs 1848/1972. The British Desmidieae. Ljóspr., J. Cramer, Lehre. b) Alfred Rieth 1961. Jochalgen (Konjugaten). Einfíihrung in die Kleinlebewelt. Kosmos-Verlag, Stuttgart. 88 bls. c) Gilbert M. Smith 1950. The Fresh- Water Algae of The United States. New York. 720 bls. d) Heinz Streble & Dieter Krauter 1981. Das Leben im Wassertropfen. 5. Aufl., Kosmos- Verlag, Stuttgart. 353 bls. 2. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Há- skólans, Rvík. 3. Hoek, Chr. van den, G. Mann & H.M. Jahns, 1993. Algae, an introduction to Phycology. Cambridge University Press, Cambridge. Bruno de Reviers 2003. Biologie et phylogénie des algues. Belin Editions, Paris. 4. Helgi Hallgrímsson 1973. Rannsóknir á svifi í Mývatni og Laxá 1970-71. Náttúrugripasafnið á Akureyri, Fjölrit nr. 4. 110 bls. + 40 mynda- og töflusíður. 25 25

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.