Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 27
Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Félagshegðun HROSSA Rannsóknir á Skáney, Reykholtsdal Hross eru afar félagslynd og sjaldgæft er að sjá stakt hross sem heldur sig langt frá hópnum. Þau eru betur á verði gagnvart utanaðkomandi hættu í hóp en dreifð um hagann. Þessi eig- inleiki hefur þróast vegna hættu frá rándýrum.1 Nú á dögum eru flest hross í umhverfi þar sem þeim sta- far ekki hætta af afræningjum. Þrátt fyrir það ber hegðun hrossa enn mjög mörg einkenni forfeðranna.2-3 í raun er mjög áhugavert hversu lík hegðun hrossa af mismunandi hestakynjum er þótt þau lifi við mjög mismunandi umhverfisað- stæður2 (1. og 2. mynd). Félagshegðun hrossa virðist lítið hafa breyst í þúsundir ára og þörfin fyrir að vera í hóp og mynda vina- tengsl hefur ekki horfið úr hrossa- stofnum (3. mynd).4 Félagsgerð stóða byggist á virðingarröð innan hópsins og vinatengslum einstakra hrossa. Aldur, reynsla, fyrri kynni, styrkur og skaplyndi (einkum árás- argirni) skiptir máli fyrir stöðu í virðingarröðinni og líka hverjir eru vinir.35 Með því að þekkja sína stöðu innan hópsins komast hest- arnir að mestu hjá því að lenda í átökum því þeim nægir að senda merki hver til annars, t.d. með því að leggja kollhúfur eða víkja sér undan ógnandi hesti (4. mynd).3 At- ferlisfræðingar meta vinatengsl eftir 1. mynd. Taklii (Przewalski) stóðhestar gæta hjarða sinna mjög vel. Myndin er tekin á hásléttu íS-Fralddandi 2000. Þessi villihestategund hefur aldrei verið tamin. - The Takhi (or Przewalski) stallions guard their harems well. The picture is taken in Causse Méjean, south France in 2000. This species has never been domesticated. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 2. mynd. Hross eru mjög félagslynd. Unghrossin leika sér á ýmsan hátt, t.d. með því að narta hvert í annað, og þau leika sér mest við vini sína. - Horses are very social. The pict- ure shows lcelandic horses. They play a lot and have certain play partners who are often the same as they groom with. Ljósm./photo: Machteld van Dierendonck. Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 27-38, 2006 27

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.