Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags in kljáðust (0,01-1,0 sinnurn á klst.)- Að meðaltali kljáðust hestarnir 0,25; 0,54 og 0,44 sinnum á klst. í hópi I, II og III. Marktækur munur var á milli hópa I og II (U-próf, p<0,0001) en ekki milli hópa II og III. Greini- legt er því að samskiptin jukust þegar helmingur upprunalega hópsins 1997 var fjarlægður og hið sama virðist hafa gerst 1999 þegar ókunnug hross voru sett í heima- stóð. í rannsókn á Hólum í Hjalta- dal að vetrarlagi á sex hópum kunn- ugra hrossa árið 2001 (2 hópar) og 2002 (4 hópar) kljáðust hrossin að meðaltali 0,45; 0,63; 0,17; 0,31; 0,08 og 0,26 sinnum á klst. þegar bjart var.29 Fyrra árið á Hólum kljáðust hrossin óvenjumikið, sennilega vegna lúsar. I hópum ungra grað- hesta erlendis, taminna hesta ann- ars vegar og Takhi-hesta hins vegar, kljáðust hestarnir 0,24 og 0,53 sinn- um á klst. að meðaltali.30 í hópi skoskra smáhesta þar sem flest hrossin voru hryssur og enginn stóðhestur var til staðar var tíðnin 0,64.19 I hópi Camargue-hesta með stóðhestum kljáðust hrossin 0,06-0,13 sinnum á klst.24 og í stóði Takhi-hesta með stóðhesti í Frakk- landi var tíðnin 0,07 (óbirt gögn frá 2000 -fyrri höfundur). Nákvæmar upplýsingar um athuganir erlendis á tíðni þess að kljást í hópum sem eru sambærilegir eru mjög tak- markaðar en í heildina séð benda gögnin til þess að hryssur og tryppi kljáist minna þegar stóðhestur er til staðar og styður það tilgátu Feist og McCullough frá 1976 um hemjandi áhrif stóðhesta á félagsleg samskipti innan hjarðarinnar. Þar eð fullorðnu hryssurnar léku sér svo að segja ekki neitt eru með- altöl leiks byggð á leik unghrossa og geldinga (folöldin ekki með). I hópi I léku hrossin sér að meðaltali 0,15 sinnum á klst., í hópi II var tíðnin 0,23 og 0,20 í hópi III. Mer- tryppi leika sér minna en hesttrypp- in og eiga færri leikfélaga (U-próf, p<0,05 fyrir hópana þrjá) og þessi kynjamunur kom strax fram á litlu folöldunum (U-próf, ár lögð saman, p<0,01). Þegar hóparnir eru bornir saman kemur í ljós að geldingarnir og tryppin léku sér meira í félags- lega óstöðugum hópurn. Sá hópur sem lék sér mest (þ.e. l-4ra vetra hestar) lék sér marktækt meira í hópi II og III en í hópi I (Kruskal Wallis: p<0,05) og á milli ung- hryssnanna í hópi I og III reyndist líka vera marktækur munur (U-próf, p<0,05). Væntanlega er skýringanna að leita í því að hrossin eru að kanna hvernig þeim líkar við nýju félag- ana og meta stöðu sína og styrk með leik. Erfitt er að meta hver áhrif stóð- hests eru á hegðun tryppa en sér- lega áhugavert er hversu lítil tengsl hryssna við eldri afkvæmi sín eru í íslensku hópunum. I rannsókn á Camargue-hestum með stóðhesti24 kljáðust tryppin bæði við mæður sínar og jafnaldra. Þar sem stóðhest- ur er ekki til staðar virðast hryss- urnar því kjósa að kljást mest innan síns félagshóps. Þessar niðurstöður geta verið vísbending um það að a.m.k. sumir stóðhestar hindri full- orðnar hryssur í að bindast vináttu- böndum við jafnöldrur sínar en leyfi samskipti við afkvæmi sín. Með þessu móti geta þeir hugsan- lega verið meira ríkjandi þegar að- gangur að vatni og fæðu er í húfi. Augljóst er að mun meiri rannsókna er þörf á þessu sviði til að geta full- yrt mikið um félagsleg áhrif stóð- hests. ÁHRIF SKYLDLEIKA Marktæk tengsl voru milli skyld- leika og tíðni þess að kljást, bæði 1997 og 1999 (tRwpróf, p<0,001 fyrir hóp I og III). Þessi áhrif eru þó ekki vegna tengsla rnilli mæðgna, mæðgina eða systkina (sjá 1. og 2. töflu). Hins vegar voru þessi tengsl ekki lengur marktæk í hópi III þegar stjómað var fyrir áhrifum uppruna (þ.e. frá hvað bæ þau komu) svo að kunnugleiki virðist ráða meira en skyldleiki. í hópi I hafði skyldleikinn líka marktæk áhrif á það við hverja tryppin og geldingarnir léku sér en ekki í hópi III. Einnig komu í ljós marktæk jákvæð tengsl á milli skyld- leika og nálægðar í virðingarröð meðal hryssnanna bæði árin (tnupróf, p<0,001 fyrir hóp I og III) en ekki meðal tryppanna og gelding- anna. Þessar niðurstöður benda til að innan sama félagshóps í heima- stóði þar sem allir þekkjast tengist hrossin meira skyldum einstakling- um (11. mynd) og svo virðist sem meðal eldri hrossanna séu skyld hross álíka sett í virðingarröðiiani. Margs konar dýr geta þekkt ættingja sína jafnvel þó þau hafi ekki haft samneyti við þau.31'32 Hestar þekkja einstaklinga úr sama stóði á lykt, hljóðum og útliti3-9 og í fjölskyldu- hópum kljást hrossin mest innan fjölskyldunnar9-21-22-28 Monard og fé- lagar21 sáu merki þess að unghryssur virtust þekkja skyldar hryssur því að þegar þær yfirgáfu fæðingarhóp og leituðu uppi nýjan hóp völdu þær hóp sem innihélt skylda og kunnuga hryssu fremur en óskylda og kunn- uga hryssu. í sömu rannsókn kom í ljós að hryssur stöðvuðu skylda stóðhesta þegar þeir ætluðu að makast við dætur þeirra. Áhugavert er að athuga nánar ættrækni meðal hesta. Rannsókn á því hvort unghross leiti fremur í félagsskap skyldra hrossa en óskydra var gerð á Hólum 2003 og 2004. Úrvinnslu er ekki lokið en ljóst er að í hópi þar sem unghryss- urnar voru allar ókunnugar (2004) tengdust þær ættingjum sínurn ekki meira en öðrum innan fjögurra vikna, en þegar ókunnugum hross- um var hleypt inn í heimastóð (2003) héldu þau sig meira nálægt þeim sem voru meira skyld.10 ÖNNUR HEGÐUN í hópunum á Skáney var nokkuð al- gengt að sjá fylfulla hryssu komna að köstun riðlast á geldu merunum þegar þær gengu. Þó að hegðun af þessu tagi sé sjaldgæf er hún ekki óþekkt erlendis.3 I hópi I sýndu fimm af 12 fylfullum hryssum og 35

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.