Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 39
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Björn Gunnarsson og Þór Heiðar Asgeirsson Sandrækja finnst VIÐ ÍSLAND Vorið 2005 fór Hafrannsókna- stofnunin af stað með rann- sóknaverkefni sem miðar að því að auka við þekkingu á líffræði skarkolaungviðis við Island. Mark- miðið er að meta útbreiðslu, aldur, fæðu, botntökutíma, vaxtarhraða og líklegan uppruna skarkolaseiða á völdum svæðum við landið. Skar- kolalirfur eru sviflægar í nokkrar vikur eftir að þær klekjast úr eggi og að því búnu ganga þær í gegnum myndbreytingu og leita til botns á grunnsævi. Hófst sýnataka á sand- fjöru í Helguvík á Álftanesi í lok maí 2005. Við rannsóknirnar er not- ast við bjálkatroll sem er nokkurs- konar botntroll (1. mynd). Trollið (7 mm möskvastærð) er spennt á ál- ramma sem situr á meiðum, 1 m á breidd og 20 cm á hæð, og er það dregið með handafli í fjöruborðinu á u.þ.b. 1 m dýpi á fíngerðum sand- botni (2. mynd). Strax við fyrstu sýnatöku vakti athygli rækja sem var mjög áberandi í sýnunum. Við nánari athugun kom í ljós að rækjan var af tegundinni Crangon crangon (Linnaeus, 1758) eða sandrækja (3. 2. mynd. Trollinu komiö á þurrt. - Beamtrawl on land. Ljósm./photo: Höskuldur Björns- son. Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 39-42, 2006 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.