Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 40
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Bjálkatrollið er dregið í fjöruborðinu á u.þ.b. 1 metra dýpi. - The beamtrawl pulled by hand at 1 m depth. Ljósm./photo: Max Ekstrand. mynd). Sandrækjan hafði ekki áður verið greind hér við land svo vitað væri en síðar komu í ljós eintök sem veiðst höfðu hérlendis nokkru fyrr. Frekari athuganir hafa leitt í ljós að sandrækjan finnst víðar á Faxaflóa- svæðinu, þ.e. á Löngufjörum á Snæ- fellsnesi. Um mitt sumar 2005 voru sýni tekin á sama hátt í Breiðafirði. Rækjan fannst við Ólafsvík en hennar varð ekki vart við norðan- verðan Breiðafjörð. Hins vegar fundust örfáir smáir einstaklingar á þeim slóðum síðsumars. Sýni voru tekin á Vestfjörðum og við strendur Norðurlands í júlí en þar fundust engar rækjur (4. mynd). Ekki voru tekin sýni við Austfirði og suður- ströndina. Rækjurnar voru á lengd- arbilinu 12-65 mm og var þéttleik- inn á bilinu 60-180 einstaklingar á hverja 100 m2 við Álftanes en mun meiri á Löngufjörum, eða yfir 400 einstaklingar á hverja 100 m2. I Breiðafirði var þéttleikinn minni. Nokkuð ljóst virðist að sandrækj- an er nýsest að á þessum slóðum. Einar Hjörleifsson og Jónbjörn Páls- son1 rannsökuðu botntöku, þétt- leika og afföll á skarkolaseiðum á Mýrum við norðaustanverðan Faxaflóa frá maí fram í september árið 1999 og notuðust þeir við sams- konar veiðarfæri. Þeir urðu þá ekki varir við sandrækjur. Hins vegar greindust sandrækjur í sýni sem tekið var á Álftanesi árið 2002 (upp- lýsingar frá Jónbirni Pálssyni hjá Hafrannsóknastofnuninni). Agnar Ingólfsson hjá Líffræðistofnun Há- skólans hefur fylgst með dýralífi á Blikastaðaleiru við Reykjavík um rúmlega 30 ára skeið2 en síðast var 3. mynd. Sandrækja (Crangon crangon). - Brown shrimp (Crangon crangon). Ljósm./photo: Höskuldur Björnsson. 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.