Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. í einni svona salamöndru er nóg taugaeitur til að drepa 17fullorðna menn eða
25.000 mýs.
Á Madagaskar vex brönugras,
Angraecum sesquipetale, þar sem
dýptin á blóminu, niður að hun-
angsleginum, er um eða yfir 25 cm.
Darwin spáði því að þama hlyti að
finnast skordýr sem seilst gæti niður
í þennan blómbotn. Hann lifði ekki
að sjá spá sína rætast, en 1903 upp-
götvuðu dýrafræðingar rétta kvik-
indið, náttfiðrildi með uppvafinn
rana, mun lengri en kvikindið sjálft,
þegar úr honum er rétt. Fiðrildinu
var gefið fræðiheitið Xantopan morg-
ani praedicta, þar sem praedicta
stendur fyrir „það sem spáð var",
Darwin til heiðurs.
Samspil SVEPPA
OG PLANTNA
Til ljóstillífunar sækja plöntur koltví-
oxíð í loft, en vatn og steinefni í
mold. Sumum tegundum, ekki síst
trjám, reynist örðugt að ná nægri
næringu úr moldinni og taka þá upp
samlíf við sveppi, sem senda þétt net
þráða út um moldina á mun stærra
svæði en rætur plantnanna ná til.
Sveppþræðirnir vaxa inn í rætur
plantnanna og fá frá þeim lífræna
næringu í skiptum fyrir vatn og
steinefni. Margar trjátegundir þrífast
illa eða ekki án sveppa, og í ljós
hefur komið að sumir þeirra gefa frá
sér eitur sem er banvænt þráð-
ormum og fleiri meindýrum, sem
annars myndu hrella trén. Sveppim-
ir safna jafnvel lífrænu kolefni
umfram eigin þarfir sem nýtist
rótum trjánna þegar hart er í ári.
Efnahernaður
I NÁTTÚRUNNl
Á fenjasvæðum og í skógum
vestantil í Norður-Ameríku lifir 20
cm löng salamandra með skær-
rauðan kvið (2. mynd) og sýnir hann
hverju því dýri sem gerir sig líklegt
til að ráðast á hana. Fjendum hennar
er vissulega hollast að hlíta viðvör-
uninni. I einni slíkri salamöndru er
nefnilega nóg taugaeitur til að drepa
17 fullorðna menn eða 25.000 mýs.
Halda mætti að hið hálfa væri
meira en nóg, að dýrið gæti komist
af með mun minna eitur. Tveir
bandarískir líffræðingar, feðgamir
Edmund Brodie eldri og yngri (3.
mynd), hafa komist að því að ein
tegimd bendilsnáks étur þessar sala-
möndmr sér að meinalausu. Hér
hefur um aldir farið fram kapphlaup
á milli salamöndrunnar, sem verður
sífellt eitraðri, og slöngunnar, sem
þolir eitrið að sama skapi betur.
Sums staðar á útbreiðslusvæði
þessara tegimda mynda salamöndr-
urnar samt sáralítið eitur og
slöngumar komast upp með að éta
þær án þess að byggja upp þol við
því. Þeir Brodiefeðgar hafa komist
að því að eiturþolið dregur dilk á
eftir sér: Þolnustu slöngumar hreyfa
sig hægar en þær sem minna þol
hafa og verða því auðveldari bráð
fugla og annarra rándýra.
Fjöldi plantna verst ásókn dýra
með eiturefnum, og dýrin bregðast
við með ýmsum brögðum til að eyða
áhrifum eitursins. Vitað er um fugla
og spendýr sem éta fíngerðan leir
ofan í máltíð eitíaðra plantna,4 en
leirinn bindur eitíið í innyflum dýr-
anna (4. mynd).
Meindýrum STEFNT
FYRIR RÉTT
Menn fóru að rækta nytjaplöntur
fyrir einum 10.000 árum og allt frá
þeim tíma hafa skordýrin haldið
áður uppteknum hætti, sótt næringu
í plöntumar. Lengi gátu mennimir
ekkert gert nema að höfða til guð-
anna. Árið 1478 var bjöllum stefnt
fyrir kirkjulegan dómstól í Bem í
Sviss, þar sem þeim var gert að svara
til saka fyrir það tjón sem þær hefðu
valdið bændum. Bjöllunum var
skipaður löglærður verjandi, en það
kom fyrir ekki. Þær voru sekar
fundnar, og dæmdar - í nafni föður,
sonar og heilags anda - til að sjá í
friði akra og önnur nytjalönd, sem
og afurðir þessara landa í korn-
hlöðum og ávaxtaskemmum. Þegar
meindýrin létu ekki segjast var
kveðinn upp nýr dómur í þá veru að
ásókn þeirra væri afleiðing af
syndum bændanna, sem hvattir
voru til að gera yfirbót með því að
greiða kirkjunni rausnarlega tíund.
Efnahernaður MEÐ
ÞÁTTTÖKU MANNA
Þegar hvorki duga bænir né úr-
skurðir dómstóla, grípa bændur til
eiturs. Súmerar báru brennistein á
útsæði fyrir 4.500 árum, og Róm-
verjar notuðu bik og feiti.
Þáttaskil í þessum eiturhernaði
urðu árið 1939, þegar svissneskur
efnafræðingur, Paul Muller, fann
upp einkar virkt skordýraeitur,
DDT, sem drap flest þessi sexfættu
kvikindi, var ódýrt í framleiðslu og
entist mjög lengi.
Auk þess sem DDT eyddi mein-
dýrum í landbúnaði, bundu menn
vonir við að með hjálp þess yrði
44