Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
jícara þýða skál á spænsku. Einu
dýrin sem nú lifa á eynni og bitið
geta þessar hnetur sundur eru
hestar. Þeir nærast á fræjunum, sem
ganga ómelt aftur af þeim og spíra í
taðinu.
Munaðarlausar nytjaplöntur
Landbúnaður er víða háður skor-
dýrum, sem bera frjó á milli blóma.
Aður en Evrópumenn komu til
Ameríku voru þar tugþúsundir teg-
unda af slíkum dýrum, svo sem bý,
vespur og flugur. Landnemarnir
fluttu með sér alibý frá Evrópu, sem
þeir ræktuðu í tilbúnum býkúpum.
Alibýin, sem bændumir ólu, þjörm-
uðu að heimategundunum. Dýra-
fræðingur við Vermontháskóla,
Bemd Heinrich, hefur sýnt fram á að
eitt alibýflugnabú getur útrýmt 100
búum villtra býa.
Fjöldi tegunda af innfæddum
frjóberum í Ameríku hefur dáið út
og aðrar eru í útrýmingarhættu.
Nú fækkar býflugum líka í N-
Ameríku. Þær hafa orðið að þola
eiturhemað manna, auk þess sem
sníkjumítlar, sem voru nýlega fluttir
til Bandaríkjanna, gera mikinn usla í
búum þeirra. Arið 1947 voru 5,9
milljón alibý í eldi í Bandaríkjunum,
en 1995 var fjöldinn kominn niður í
2,6 milljónir. Auk þess eru villtar
býflugur af ýmsum tegundum sem
næst horfnar.
Samþróun SÝKLA
OG SJÚKLINGA
Þegar sníkill hefur lifað lengi í sama
hýslinum aðlagast þeir hvor öðrum,
enda báðum fyrir bestu að samlífið
sé áfallalítið. Menn hafa til dæmis
sótt marga skæða smitsjúkdóma í
dýr, sem hýsa sýklana svo til eða
algerlega án óþæginda. Kúabóla,
smávægileg útbrot í húð nautgripa,
hefur í mönnum breyst í bólusótt,
einhvern skæðasta sjúkdóm sög-
unnar, sem nú virðist rarmar horf-
inn. Ljóst þykir að alnæmi hefur
borist í menn úr afrískum öpum -
grænum marköttum og simpönsum
- sem hýsa veiruna sér að meina-
lausu.
fíf
Af / **. Uu. W Hf . tu, 9«
10. mynd. Á heimsreisu sinni á herskipinu Beagle fann Darwin steingerðar leifar
ýmissa stórra spendýra í Suður-Ameríku, meðal annars þennan kjálka af aldauða
risaletidýri.3
Sýklalyf
Þar til á 20. öld var fátt um lyf sem
dugðu gegn sýklum. Inkar í Perú
læknuðu malaríu með berki ákveð-
ins víðis, sem Spánverjar fluttu svo
til Evrópu og notuðu í sama skyni.
Síðar var úr berkinum einangrað
virkt lyf, kínín, sem lengi var helsta
vopnið í baráttunni við malaríu.
Nokkur sýklalyf voru framleidd
snemma á 20. öld, en þau unnu
aðeins á örfáum sjúkdómum og
höfðu auk þess meinlegar aukaverk-
anir. Þetta breyttist upp úr 1930,
þegar fram komu súlfalyfin, lífræn
brennisteinssambönd sem réðu við
marga bakteríusjúkdóma án veru-
legra hliðarverkana. Arið 1928 ein-
angraði skoskur læknir, Alexander
Fleming, öflugt sýklalyf, penisiUín, úr
myglusveppi (11. mynd). Fleming og
samstarfsmenn hans höfðu ekki
aðstöðu fil að framleiða svo mikið af
lyfinu að það kæmi að gagni. En
þegar stefndi í stríð við lok fjórða ára-
tugarins, sáu Bretar og bandamenn
þeirra vestanhafs að með svona öfl-
ugu sýklalyfi yrði hægt að endumýta
hemienn sem annars hefðu látist af
sárum sínum. Þá var hafin stórfram-
leiðsla á penisiUíni í Bandaríkjunum.
Herlæknar Bandamanna í síðari
heimsstyrjöld voru sparir á pen-
isillínbirgðir sínar, afhentu lyfið ekki
borgaralegum læknum nema sjúkl-
ingar þeirra væm í bráðri lífshættu.
Bakteríumar svara fyrir sig
Eftir stríðið var farið að framleiða
penisillín handa almenningi. Brátt
11. mynd. Sir Alexander Fleming
(1881-1955) uppgötvaði árið 1928 að
myglusveppur drap bakteríur í petrískál
með efni sem sveppurinn gaf frá sér og
Fleming kallaði penisillín. Flann varaði
við því að bakeríurnar gætu öðlast þol við
efninu ef því væri ekki rétt beitt, eins og
síðar kom í Ijós.3
49