Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 54
Náttúrufræðingurinn
4. mynd. Borgarísjaki, úr togara séð, á Halamiðum, 30. ágúst 1979. - Iceberg north ofVestfirðir, 30 th August 1979. - Ljósm./photo:
Hjálmar R. Bárðarson.
þurrari íshryggi og bráðnun verður
því örari á ísnum undir tjömunum
og í nánd við þær. Þannig aukast
ójöfnur hafíssins. Hluti leysingar-
vatnsins rennur út af jakanum og í
sjóinn. Þegar kuldinn eykst næsta
vetur frýs viðbót neðan á ísinn. A
þeim stöðum þar sem ekki er nægur
sumarhiti til að jakinn bráðni alveg
heldur þessi hringrás áfram. Að
sumrinu bráðnar ofan af jakanum,
en næsta vetur frýs viðbótaríslag
neðan á hartn. Eftir nokkur ár er
jafnvægi náð og þá er þykkt ísjakans
3-4 metrar. Ismoli, sem er á ákveðn-
um stað í ísjaka, færist þannig smátt
og smátt ofar í jakann, þar hl hann
að lokum bráðnar á yfirborði hans
og rennur í sjóinn aftur. Þó að
meðalþykkt íshafsíss sé um 3,5
metrar getur þykktin oft orðið meiri
en 5 metrar.
Mikill munur er á heimskauts-
svæðunum. Suðurheimskautið er
fjöllótt landspilda hulin jöklum að
mestu, en norðurheimskautssvæðið
er hinsvegar að verulegu leyti inn-
haf. Sjálft norðurheimskaut jarðar
liggur nálægt miðju þess og þar er
sjávardýpi um 4000 metrar. Þess var
getið að framan að frost væru miklu
meiri á suðurheimskautssvæðinu en
norðurheimskautssvæðinu.
Ástæðan er einmitt þessi mikli
landfræðilegi munur, því að kuldi er
meiri yfir háum landsvæðum en
hafsvæðum.
Ef litið er nánar á norðurheim-
skautssvæðið og hafísinn sem þar er
sumar sem vetur sést að hann er á
stöðugri hreyfingu. Þar er sífellt ís-
rek. Isinn er þar minnstur í ágúst-
mánuði. Þessi rekís er fjarri því að
vera sléttur órofínn ísflötur. Vegna
hafstrauma og vinda springur og
brotnar hann að staðaldri og mynd-
ar smærri og stærri jaka. Vegna
breytilegra strauma og mismunandi
stærða jakanna rekur þá hvorki
jafnhratt né í sömu átt.
Frá Norður-Ishafinu kemur hel-
kaldur Austur-Grænlandsstraum-
urinn, því að um sundið milli
Norður-Grænlands og Svalbarða eru
aðaltengsl þess við Norður-Atlants-
hafið. Það er þessi hafstraumur með-
fram austurströnd Grænlands sem
ber með sér mikinn hafís, og einkan-
lega stöðugir norðvestanvindar geta
valdið því að hafísstraumurinn
hægir á sér, hann breikkar og leggst
þá upp að íslandsströndum.
SUMMARY
Sea Ice
Genuine sea ice is formed when the sur-
face layer of the sea freezes. Most of the
icebergs which sometimes drift towards
Iceland with the sea ice come from the
Greenland glaciers. The icebergs there-
fore are developed on land by snow
falling on the glacier year after year. The
snow, in tum, is transformed into ice
under the ever increasing pressure from
above. The valley-glaciers transport this
ice into the ocean, and when the sea lifts
the glacier snout, it breaks off and a new
iceberg floats away (fig. 4).
A third main type of ice exists in the
seas, the so-called ice-islands. In the
northem fjords of Greenland and off the
northem coast of Ellesmere Island thick
floating ice sheets are attached to the
coasts. These ice sheets are related to
both sea ice and land ice. On the top of a
sheet of sea ice which has not melted
during the summer, snow accumulates
year after year and is gradually trans-
formed into ice under pressure. These ice
sheets, consisting mainly of fresh-water
ice, can reach considerable thickness.
When part of this ice sheet breaks off, an
ice-island is bom.
The ice formed at sea varies owing to
different extemal factors, such as salinity
of the sea, the air temperature, wind and
the speed of the formation of ice. AU sea
ice consists of pure ice crystals, enclosing
a large number of brine cells. On close
inspection these brine cells can be seen in
the sea ice floes (fig.5).
Sea ice forms much more quickly
when the sea is stratified, so that on top
of a layer with more salt content, which
therefore is heavier, there is a less saline
layer. If the difference in specific gravity
is sufficient, only very limited mixing can
take place between these layers even if
the sea surface has cooled below its freez-
ing point.
In this way ice can be formed on the
sea although there is much warmer water
a few metres below the surface. It is evi-
dent, therefore, that the different layers in
the sea are at least as important for the
formation of sea ice as low temperature.
In the North Polar region the frost is
severe, although not as intense as one
54