Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Það er mikill kostur að Darwin
setur oft og tíðum fram spumingar
eða jafnvel grun og það stuðlar að því
að Uppruni tegundanna er alltaf áhuga-
verð aflestrar. Höfundurinn nálgast
náttúruna sem rannsóknarviðfangs-
efni og vísar í rannsóknir artnarra, en
setur sig ekki á stall sem véfrétt sem
skilur allt og veit allt. Þannig vekur
hann upp ýmsar áhugaverðar
spumingar og möguleika á túlkrm,
sem ekki var hægt að svara á hans
tíma. Með nýrri tækni hafa menn
leitað og fengið svör við sumum
þessara spurninga, nefna má ráð-
gátuna um uppruna hunda. Það á líka
við um gamlar rannsóknaspumingar,
sem ekki hafa fengist skýr svör við, að
þær jafnvel gleymast. Lestur eldri
texta getur hjálpað til við að vekja upp
slíkar spurningar og opna fyrir
möguleika á að við þeim fáist svör.
Texti bókar Darwins er einmitt þannig
og jafnvel má finna þar ýmislegt sem
tengist því sem komið hefur fram
síðar. Þannig ræðir Darwin um að
hluti breytileika lífvera sé hvorki til
gagns né skaða fyrir tegundimar, ekki
sé ástæða til að skýra allt sem
afleiðingu af náttúrulegu vali. Um-
ræða hans um tegundir og afbrigði
innan þeirra á fullt erindi til okkar ertn
í dag. Frá upphafi hafa verið deildar
meiningar um efnið og sést slíkt meðal
annars í frægu verki Hermans
Melville Mobý Dick. Darwin telur
þessa umræðu deilu um keisarans
skegg. Slíkar deilur spretta gjama af
mismunandi skilgreiningum og þá
getur gleymst hver var upphaflegur
tilgangur með hugtakinu sem deilt er
um. Sum hugtökin sem Darwin notar
og kynnti til sögunnar hafa verið
gripin á lofti og oft notuð til að þjóna
annarlegum ástæðum. Darwin út-
skýrir þessi hugtök ágætlega, svo sem
hvað hann á við með aðlögun og
lífsbaráttu.
Darwin kemur víða við í Uppruna
tegundanna og tínir til mörg ólík og
skemmtileg dæmi. Sumar lýsingar
hans væru vel til þess fallnar að fella
inn í náttúrulífsþætti; nefna má dæmi
um hvernig ónothæfir vængir á
bjöllum á eyjunni Madeira hafa orðið
algengir, hugsanlega vegna þess að
bjöllur sem fljúga eiga á hættu að
hrekjast á haf út. Annað dæmi sem
orðið er vel þekkt er hvernig eigin-
leikum sem ekki er lengur þörf fyrir
hrakar, þar má nefna augu lífvera sem
lifa við stöðugt myrkur en slík hnign-
un hefur endurtekið orðið meðal
krabbadýra sem búa í hellum í Evrópu
og N-Ameríku. Darwin kemur einnig
með markvert innlegg í samspil milli
tegimda, þar á meðal efni sem við
íslendingar höfum heyrt mikið af en
það eru áhrif beitar á gróður, og einnig
umræðu um önnur vistfræðileg við-
fangsefni eins og samkeppni, en vist-
fræði varð ekki að eiginlegri fræði-
grein fyrr en á sjöunda áratug síðustu
aldar. Umfjöllun Darwins um að
eyður í steingervingasögunni megi
rekja til þess að jarðsagan sé brota-
kennd hefur hvað eftir annað verið
studd af týndum „hlekkjum" sem hafa
komið í leitimar. Dæmi er hinn ný-
fundni steingervingur Tiktaalik roseae
sem greindist á Ellesmereeyju í
Kanada og er talinn hlekkur í þróunar-
sögu ferfætlinga frá fiskum.
Nálgun Darwins gerir náttúru-
skoðun áhugaverðari en ella væri.
Náttúruskoðun þarf ekki aðeins að
vera til að þjóna áhuga okkar á að
safna og skrásetja hin ólíku fyrirbæri
náttúrunnar, heldur er hún líka vett-
vangur þar sem við getum velt
vöngum, sett fram tilgátur um nátt-
úruna og vegið þær og metið. Segja
má að Darwin hafi verið ágætis
náttúruskoðari. Þegar hann lagði upp í
leiðangur sinn með Beagle var hann
tiltölulega óreyndur og ætlaði eftir
förina að gerast prestur. Darwin lýsir
því reyndar í ferðasögunni, Voyage of
the Beagle, að því miður hafi hann
blandað saman sýnum frá ólíkum
Galapagoseyjum en einnig eru til
sögur af því að hann ásamt öðrum um
borð hafi hreinlega borðað merkar
skjaldbökur sem safnað hafði verið og
hent leifunum. Darwin var athugull,
hann safnaði upplýsingum og sýnum
og bar þau síðan undir sér fróðari
sérfræðinga þegar hann kom aftur til
Englands. Þannig leitaði hann til
fuglafræðinga og bað þá að útskýra
fyrir sér og flokka hinar ólíku finkur
frá Galapagoseyjum, en hann furðaði
sig á hversu mörkin milli tegunda
voru óljós. Og Darwin gerir meira en
að skoða og skrá; tuttugu árum eftir
siglinguna með Beagle og eftir lestur
bóka og samskipta við fjöldann allan
af fræðimönnum er Uppruni tegund-
anna tilbúin til útgáfu. Þar tengir hann
saman og útskýrir hinn mikla líf-
fræðilega breytileika og dregur saman
flóð upplýsinga í eina heilsteypta
kenningu. Dæmi um athygli Darwins
og hversu víða harin hefur komið við
er að þegar sagt var frá því á ráðstefnu
nýlega að þörungar hefðu greinst í
skýi, þá benti einn áheyrenda úti í sal
á að Darwin hefði einmitt haft grun
um þetta, hann hefði tekið sýni úr
þéttu þokulofti sem honum fannst
áhugavert og sent þýskum þörunga-
fræðingi til greiningar.
Þróunarkenningin tengir saman
hinn mikla breytileika lífríkisins og
einnig ólíkar greinar líffræðinnar.
Þróun hefur auk þess bein áhrif á
okkar daglega líf. Líkt og Ömólfur
Thorlacius rekur í inngangi bókar-
irtnar er í meira lagi varasamt að hafna
þróunarkenningunni eða vísinda-
legum aðferðum vegna pólitískra
skoðana líkt og gert var í landbúnaðar-
stefnu Lysenko í Sovétríkjunum.
Einnig þurfum við að vera á varðbergi
ef fólk ætlar sér að misbeita þróunar-
fræði til að réttlæta pólitískar ákvarð-
anir eða inngrip í líf manna, en allir
þekkja stefnu nasista og fleiri dæmi frá
síðustu öld. Niðurstöður rannsókna í
þróunarfræði sýna hvemig lífverur
mótast af samspili erfða og umhverfis
og að ekki eru neinar líffræðilegar
ástæður sem réttlæta kynþáttahyggju
eða mismunun manna. Hagnýting
þróunarfræðinnar er kannski aug-
ljósust í baráttunni við sjúkdóma, þar
sem hxin getur útskýrt ónæmi veira og
baktería gagnvart lyfjum. Auk
almenns þekkingargildis hafa þróun-
arfræðirannsóknir einnig komið að
notum í landbúnaði og við nýtingu og
vemdun náttúrulegra stofna lífvera.
Útgáfa Hins íslenzka bókmennta-
félags á Uppruna tegundanna er lofsvert
framtak og öllum aðstandendum
verksins til mikils sóma.
Snæbjörn Pálsson er lektor
við Líjfræðiskor Háskóla íslands
57