Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 5
PÁLL HERSTEINSSON, ÞORVALDUR Þ. BJORNSSON,
ESTER RUT UNNSTEINSDÖTTIR. ANNA HEIÐA
ÓLAFSDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR SIGÞÓRSDÓTTIR
OG ÞORLEIFUR EIRÍKSSON
Refirá
Hornströndum
Greni í ábúð og flutningur
út úr friðlandinu
Refir (Alopex lagopusj voru alfriðaðir
í Hornstrandafriðlandi frá og með 1.
júlí 1994 samkvœmt lögum nr. 64/
1994. Hvorki var gerð úttekt á stærð
refastofnsins né annarra dýrastofna
á Hornströndum fyrir friðunina.
Gögn um refaveiðar á Hornströndum
og Vestfjarðakjálka í heild á árunum
1958-1994 eru til og gefa nokkra
vísbendingu um breytingar á stærð
refastofnsins á svæðinu.
Sumrin 1992 og 1993 var á vegum Veiði-
stjóraembættis farið með viðkomandi
grenjaskyttum á öll þekkt greni í þeim hluta
friðlandsins sem tilheyrði Grunnavíkur-
hreppi og grenin staðsett með GPS-tæki.
Sumarið 1998 var farið með fyrrum grenja-
sky ttu Sléttuhrepps á flest þekkt greni í þeim
hluta friðlandsins sem tilheyrði Sléttu-
hreppi. Aðaltilgangur þess að staðsetja
grenin var að forða vitneskju um þau frá
glötun. Jafnframt var skráð hvort grenin
væru í ábúð.
Páll Hersteinsson (f. 1951) lauk B.Sc. (Honours)
prófi í lffeðlisfræði frá háskólanum í Dundee,
Skotlandi, 1975 og D.Phil.-prófi í dýrafræði frá
Oxfordháskóla á Englandi 1984. Páll var veiði-
stjóri 1985-1995 og hefur verið prófessor við
Háskóla íslands frá 1995.
Þorvaldur Þór Björnsson (f. 1956) lauk prófi í
húsasmíði 1981. Hann starfaði við embætti Veiði-
stjóra 1981-1995. Frá 1995 hefur Þorvaldur verið
í hlutastarfi sem hamskeri hjá Náttúrufræði-
stofnun íslands og einnig hjá Veiðistjóra.
Ester Rut Unnsteinsdóttir (f. 1968) lauk prófi í
tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1987
og B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla fslands 1999.
Ester er kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík.
Anna Heiða Ólafsdóttir (f. 1974) stundar nám í
h'ffræði, á braut fiskifræða og skyldra greina, við
Háskóla íslands og mun útskrifast í febrúar 2000.
Hún starfar á Hafrannsóknastofnuninni.
Hólmfríður Sigþórsdóttir (f. 1974) lauk B.S.-prófi
í líffræði frá Háskóla fslands 1998. Hún starfar við
rannsóknir í dýrafræði við Líffræðistofnun HI.
Þorleifur Eiríksson (f. 1956) lauk B.S.-prófi í líf-
fræði frá Háskóla íslands 1982. Hann fékk dipl-
oma í atferlisfræði frá Stokkhólmsháskóla 1986
og varði doktorsritgerð í dýrafræði við sama skóla
1992. Þorleifur varð forstöðumaður Náttúrustofu
Vestfjarða 1997.
Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 131-142, 2000.
131