Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 30
Á öðrum tungum er þessi mosaflokkur yfirleitt kenndur við lifur (gr. hepatis). Skýringin mun vera sú að dýjaskóf og skyldar tegundir voru fyrrum notaðar til lækninga á lifrarsjúkdómum, samkvæmt þeirri gömlu aðferð, sem var sérstaklega al- geng í Evrópu á 15. og 16. öld, að „lækna líkt með líku“ (simila similum curantur), og flipar þessara plantna hafa víst þótt minna á lifur. Á ensku kallast flokkurinn liverworts = lifurjurtir og er ekki talinn með mosum (mosses) skv. breskri málhefð. (Þýska: Lebermoose, danska: levermoser, sænska: levermossor). Islenska heitið soppmosi er hins vegar dregið af gamla orðinu soppur = bolti, knöttur, og vísar til gróhylkjanna, sem oft eru kúlulaga. Það er að því leyti óhentugt að gróhylki þessara mosa eru fáséð, lítið áberandi og vara stutt, svo að skýring nafnsins er sjaldan augljós. (Sjá greinar Bergþórs Jóhannssonarí Náttúrufr. 1961 og 1962ogFjölritNáttúrufrst. 1,1985.) Soppmosar1 eru ýmist skóflaga (þal-laga) eins og dýjaskófin, og þá vanalega allstórir og áberandi, eða skiptir í stöngul og örsmá blöð, en eru þá vanalega litlir og leynast gjaman milli annarra mosa. Frá baukmosum (Musci) eru þeir oftast auðþekktir á því að blöðin eru í tveim eða þrem röðum nokkurn veginn í sama fleti og stöngullinn vanalega liggjandi. Því mætti eins vel kalla þá „flat- mosa“ (1. mynd). Um 140 tegundir sopp- mosa eru nú þekktar hér á landi. Dýjaskóf er af ættinni Marchantiaceae og ættbálknum Marchantiales, en í honum eru eingöngu þallaga mosar af svipaðri gerð og dýjaskófin, en varla kemst nokkur þeirra í samjöfnuð við hana hvað snertir fjölbreytni í innri gerð. Tegundafjöldi þessa ættbálks er hins vegar ekki mikill, um 55 tegundir þekkt- ar í Evrópu, 11 á íslandi. í hitabeltinu eru þó mun fleiri tegundir þekktar. Þallaga sopp- mosar eru einnig í refilmosabálki (Metz- geriales), en þeir eru yfirleitt mun einfaldari að gerð. 1. Nýlega er komið út hefti eftir Bergþór Jóhannsson um nokkurn hluta íslenskra soppmosa í Fjölritum Náttúrufræðistofnunar fslands, nr. 38, en þar er ekki fjallað um þessa bálka og bíður það væntanlega næsta eða þarnæsta heftis. 1. mynd. Dœmigerður soppmosi (Plagio- chila asplenioides, sniðmosi). ■ TEGUNDASKIPTING OG -FJÖLDI í flestum mosaflórum er dýjaskófin í Norður- og Norðvestur-Evrópu talin til einnar teg- undar, Marchantia polymorpha L. (sensu lato). Þessi safntegund er þó mjög breytileg og sumir skipta henni í tvö eða þrjú afbrigði eða deilitegundir; ssp. polymorpha (ssp. aquatica) og ssp. alpestris, eftir því hvern- ig miðrifinu er háttað, en það er mun skýrara á þeim fyrmefndu. Sumir kalla þetta jafnvel sjálfstæðar tegundir (smátegundir), sem þó er umdeilt. Bergþór Jóhannsson telur tvær tegundir í mosaskrá sinni (Rv. 1983), þ.e. Marchantia polymorpha L. og M. alpestris (Nees) Burg- eff. I „Notes on some Icelandic bryophyte species“ í Acta bot. isl. 7: 37-50, 1984 ritar hann þetta um dýjaskóf: Marchantia L. By far the commonest taxon is M. alpestris (Nees) Burgeff. Other taxa known 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.