Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 35
7. mynd. Dýjaskófmeð karlþyrlum, í dýjamosa (Philonotis). Opfrjóhirsluhólfannasjástsem
brúnir punktar. Ljósm. Hörður Kristinsson.
þeirra vaxa stútlaga egghirslur (archegonia)
í röðum. Hver einstök egghirsla er sveipuð
sérstakri pokalaga hulu og þar að auki er öll
röðin umlukin gagnsærri hlífðarhimnu með
tenntum eða kögruðum jaðri (6. mynd).
Karlþyrill (7. mynd) er kringlulaga með
átta flipum, brúnn að lit, með ljósari rákum
sem geisla út í flipana og ljósum jaðarfaldi. A
neðra borði hans eru blaðflögur og rætlingar
undir flögunum, sem sýnir að þeir eru um-
myndað þal. Á efra borði koma fram dökkir
punktar. Það eru op á flöskulaga hólfum, en
í hverju slíku hólfi er ein snúðlaga frjóhirsla,
á örstuttum stilk (4. mynd). I henni verður til
ótölulegur fjöldi af frjófrumum þegar hún
þroskast.
Frjófrumurnar eru einkennilegar í útliti,
samsettar úr tveimur bjúgalaga öngum og
með tveimur löngum svipuhárum. Þær þola
ekki að þorna og geta aðeins borið sig um í
vatni, með því að slá svipunum. Því er
frjóvgunarferli mosanna háð regnvatni eða
dögg. Þar sem mosaplöntur eru einkynja,
eins og dýjaskófin, er talið að regndropar
sletti vatni sem inniheldur frjófrumur af
frjóhirslum yfir á egghirslur (vatnsfrævun),
en eftir það dragast frjóin að egginu með
efnaáhrifum (chemotaxi).
Að lokinni frjóvgun tekur eggið eða
okfruman að vaxa og skipta sér og verður að
lokum að belglaga gróhirslu, sem egghirslu-
veggurinn umlykur, og myndar örstuttan
„fót“ inn í frumuvef móðurplöntunnar. Gró-
hirslur sitja því á neðra borði kvenþyrilsins,
umluktar fyrrnefndum hulum, þar til gróin
eru fullþroska. Gróhirslan er tvílitna eins og
okfruman, en annars eru frumur mosa-
plantna einlitna og því kalla grasafræðingar
þetta annan „ættlið“ og segja að hann lifi
eða sníki á hinum (6. mynd).
Gróhirslan inniheldur mikinn fjölda smá-
særra og einlitna gróa og opnast við
þroskann, svo að gróin geta dreifst um
víðan völl, en þau eru gerð til að þola þurrk
og geta því dreifst með loftstraumum. Þá er
hlutverki þyrilsins og stikils hennar lokið og
fölna þau þá og visna, en ný vaxa aftur að
ári.
161