Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 41
Kviknun li'fs GUÐMUNDUR EGGERTSSON Eru allar lífverur af lífverum komnar eða getur nýtt líf kviknað úr lífvana efni? Langt fram eftir 19. öld greindi vísindamenn enn á um svarið við þessari spurningu. Að vísu trúði því enginn lengur að mýs kviknuðu í moði eða víur í rotnandi fiski, en menn áttu í vandræðum með að skýra lífsferla vissra sníkjuorma, t.d. agða og bandorma. Sumir töldu líklegast að þessir ormar gætu kviknað í holdi manna og dýra. Mestur styr stóð þó um örverurnar. Hoilendingurinn Anthony van Leeuwenhoek hafði lokið upp heimi örvera á síðari hluta 17. aldar. Þessar agnar- litlu lífverur voru mönnum þó enn mikil ráðgáta. Ekkert var vitað um innra skipulag þeirra og ógerningur að segja hvort þær gætu kviknað úr lífrænum eða ólífrænum efnum. Það var einkum fyrri möguleikinn sem ýmsum þótti trúverðugur. Hvaðan kæmu t.d. þær örverur sem finnast í rotnandi dýra- og plöntuleifum? Gat ekki allt eins verið að þær kviknuðu við rotnunina? Þekking vísindamanna á lífverum dugði ekki til rökfastra svara við slíkum spumingum. Því er ekki furða að heimspekileg og trúarleg sjónarmið hefðu áhrif á viðhorf þeirra sem létu sig málið varða. Guðmundur Eggertsson (f. 1933) lauk magisters- prófi í erfðafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1958 og doktorsprófi í örveruerfðafræði frá Yale- háskóla í Bandaríkjunum 1965. Hann hefur frá 1969 verið prófessor í líffræði við Háskóla Islands. Guðmundur vinnur nú að rannsóknum á hitakærum örverum. í Frakklandi hafði dýrafræðingurinn og þróunarsinninn Jean Baptiste Lamarck haldið því fram í upphafi 19. aldar að bæði örverur og sníkjuormar gætu kviknað sjálf- krafa. Landi hans Georges Cuvier, sem bar ægishjálm yfir franska líffræðinga á fyrri hluta aldarinnar, var á hinn bóginn ein- dreginn andstæðingur sjálfkviknunar. Hann var líka andsnúinn hugmynduin Lamarcks um þróun tegundanna. Hugmyndir um sjálf- krafa kviknun lífs áttu heldur ekki upp á pallborðið hjá kirkjunni. Þótt örverur kynnu að vera nálægt mörkum þess að vera lifandi gátu sanntrúaðir tæpast sætt sig við að þær væra stöðugt að kvikna sjálfkrafa úr dauðu efni. Þær hlutu að hafa verið skapaðar á 4. eða 5. degi líkt og aðrar lífverur jarðarinnar. Ekki var það hugmyndum um sjálfkviknun heldur til framdráttar á fyrri helmingi ald- arinnar að einn af hugmyndafræðingum byltingartímans, Jean Georges Cabanis, hafði verið ákafur talsmaður sjálfkviknunar (Farley 1977). Það er því óhætt að fullyrða að um miðja 19. öld hafi bæði kenningar um þróun tegunda og sjálfkviknun lífs verið illa séðar í Frakklandi. Einstöku þekktir vísinda- menn voru þó á öðru máli og í nágranna- landinu Þýskalandi nutu slíkar kenningar mikilla vinsælda meðal vísindamanna a.m.k. á fyrstu þremur áratugum aldarinnar. Skoð- anir líffræðinga á sjálfkviknun lífs voru því skiptar enda höfðu ekki verið gerðar tilraunir sem skæru úr um það hvort örverur gætu kviknað sjálfki'afa. Það var meira um orð en athafnir. Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 162-176, 2000. 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.