Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 43
(Pasteur, Oeuvres II, bls. 260). efnið kom út árið 1859. í kjölfarið fylgdu nokkrar stuttar greinar og loks ítarleg yfirlitsgrein sem birtist árið 1861 (Pasteur 1861). í þessari grein, sem franska vís- indaakademían verðlaunaði, tók Pasteur saman meginefni fyrri greina og bætti nokkru við, m.a. sögulegum inngangi sem allar götur síðan hefur haft áhrif á skrif fræðimanna og höfunda kennslu- bóka um sjálfkviknunarhug- myndir fyrr á öldum. Pasteur leiddi hjá sér að fjalla um hinar langvinnu deilur um sjálfkrafa kviknun orma en lagði áherslu á tilraunir sem gerðar höfðu verið til að ganga úr skugga um hvort sjálfkviknun ætti sér stað. Þannig beindi hann hinni sögulegu umræðu að eigin tilraunum. Um- ræðan og deilurnar voru í raun miklu fjölskrúðugri en Pasteur gaf til kynna í þessari snjöllu grein. ■ TILRAUNIR PASTEURS Tilraunir Pasteurs voru einfaldar en hugvitsamlegar og niðurstöðumar skýrar. Tilraunirnar snerust aðallega um að sanna að lifandi örverur geti borist með loftinu og að þær valdi allri gerjun og rotnun. Enn fremur að slík umbreyting lífrænna efna eigi sér ekki stað ef allar örverur eru drepnar með suðu og síðan komið í veg fyrir smitun. Örverur kvikni ekki við slík skilyrði. Frægastar eru tilraunir Pasteurs með svo- nefndar svanahálsflöskur (2. mynd). Nær- ingarvökvi var settur í flösku, stútur hennar síðan hitaður og teygður út í mjóan boginn háls. Ef vökvinn var ekki soðinn varð hann fljótlega gruggaður vegna örverugróðurs en væri vökvinn soðinn hélst hann tær - og það árum saman. Þótt flöskurnar séu í raun opnar ná örverur ekki að berast í gegnum hálsinn. Þær setjast fljótlega á glerið í hálsgöngunum eins og Pasteur gat reyndar sýnt fram á með tilraunum (Geison 1995). Margir voru í fyrstu vantrúaðir á kenningu Pasteurs um örverumengun and- rúmsloftsins og sumum þótti hún brosleg, en hann leiddi rök að henni með marg- víslegum tilraunum. Hann dró m.a. loft í gegnum hreina bómullarhnoðra og sýndi fram á að örverur söfnuðust fyrir. Hann opnaði líka innsiglaðar flöskur með dauð- hreinsuðu næringaræti á ólíkum stöðum, hafði þær opnar um stund til að hleypa inn lofti og lokaði síðan. Þegar hann opnaði 20 flöskur við rætur Júrafjalla uxu örverur í átta þeirra, í 850 m hæð menguðust fimm af tuttugu en á jöklinum í 2000 m hæð aðeins ein af tuttugu (Farley 1977). Með þessum einföldu tilraunum gerði Pasteur lítið úr mótbárum hinna vantrúuðu. Örverur geta borist með loftinu og það er þeim að kenna þegar soðin súpa spillist. 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.