Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 43
(Pasteur, Oeuvres II, bls. 260).
efnið kom út árið 1859. í kjölfarið
fylgdu nokkrar stuttar greinar og
loks ítarleg yfirlitsgrein sem
birtist árið 1861 (Pasteur 1861). í
þessari grein, sem franska vís-
indaakademían verðlaunaði, tók
Pasteur saman meginefni fyrri
greina og bætti nokkru við, m.a.
sögulegum inngangi sem allar
götur síðan hefur haft áhrif á skrif
fræðimanna og höfunda kennslu-
bóka um sjálfkviknunarhug-
myndir fyrr á öldum. Pasteur
leiddi hjá sér að fjalla um hinar
langvinnu deilur um sjálfkrafa
kviknun orma en lagði áherslu á
tilraunir sem gerðar höfðu verið til
að ganga úr skugga um hvort
sjálfkviknun ætti sér stað. Þannig
beindi hann hinni sögulegu
umræðu að eigin tilraunum. Um-
ræðan og deilurnar voru í raun
miklu fjölskrúðugri en Pasteur gaf
til kynna í þessari snjöllu grein.
■ TILRAUNIR
PASTEURS
Tilraunir Pasteurs voru einfaldar
en hugvitsamlegar og niðurstöðumar
skýrar. Tilraunirnar snerust aðallega um að
sanna að lifandi örverur geti borist með
loftinu og að þær valdi allri gerjun og
rotnun. Enn fremur að slík umbreyting
lífrænna efna eigi sér ekki stað ef allar
örverur eru drepnar með suðu og síðan
komið í veg fyrir smitun. Örverur kvikni ekki
við slík skilyrði.
Frægastar eru tilraunir Pasteurs með svo-
nefndar svanahálsflöskur (2. mynd). Nær-
ingarvökvi var settur í flösku, stútur hennar
síðan hitaður og teygður út í mjóan boginn
háls. Ef vökvinn var ekki soðinn varð hann
fljótlega gruggaður vegna örverugróðurs
en væri vökvinn soðinn hélst hann tær - og
það árum saman. Þótt flöskurnar séu í raun
opnar ná örverur ekki að berast í gegnum
hálsinn. Þær setjast fljótlega á glerið í
hálsgöngunum eins og Pasteur gat reyndar
sýnt fram á með tilraunum (Geison 1995).
Margir voru í fyrstu vantrúaðir á
kenningu Pasteurs um örverumengun and-
rúmsloftsins og sumum þótti hún brosleg,
en hann leiddi rök að henni með marg-
víslegum tilraunum. Hann dró m.a. loft í
gegnum hreina bómullarhnoðra og sýndi
fram á að örverur söfnuðust fyrir. Hann
opnaði líka innsiglaðar flöskur með dauð-
hreinsuðu næringaræti á ólíkum stöðum,
hafði þær opnar um stund til að hleypa inn
lofti og lokaði síðan. Þegar hann opnaði 20
flöskur við rætur Júrafjalla uxu örverur í átta
þeirra, í 850 m hæð menguðust fimm af
tuttugu en á jöklinum í 2000 m hæð aðeins
ein af tuttugu (Farley 1977). Með þessum
einföldu tilraunum gerði Pasteur lítið úr
mótbárum hinna vantrúuðu. Örverur geta
borist með loftinu og það er þeim að kenna
þegar soðin súpa spillist.
169