Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 53
3. mynd. Stabbi með skálögóttum og lóðgreindum setlögum í malamámunni við Stóru-
Fellsöxl. Setlög af þessu tagi eru einkennandi fyrir brimasamar strendur. - Littoral and
sublittoral sediments in the gravel pit at Stóra-Fellsöxl. The sediments are reverse-graded
and have a 20-25° dip towards east-northeast. These sediments are characteristic ofhigh-
energy beaches. Ljósm./photo: Brynhildur Magnúsdóttir.
■ HVALBEIN í AKRAFJALLI
Austan í Akrafjalli hefur um árabil verið
stundað umtalsvert malamám í landi Stóru-
Fellsaxlar og Fellsenda, en malarefnin hafa
jöfnum höndum verið notuð til vegagerðar
og í alls konar fyllingar, nú síðast undir verk-
smiðjuhús Norðuráls á Grundartanga. Fyrir
5. júní 1997 höfðu fundist smærri bein eða
beinabrot, sem annaðhvort höfðu ekki varð-
veist eða að erfiðlega hafði gengið að
ákvarða hvar og í hvers konar setlögum þau
höfðu verið, en það dregur mjög úr
mikilvægi slíkra beinafunda. Strax og beinin
fundust við Stóru-Fellsöxl kom Jón Allans-
son, forstöðumaður byggðasafnsins í
Görðum á Akranesi, á vettvang og tók hann
beinin til meðhöndlunar og varðveislu
(Morgunblaðið, 7. júní 1997). Tilviljun réð
því svo að annar höfundur þessa greinar-
korns átti þess kost að skoða verksummerki
í námunni síðdegis 6. júní, á þjóðhátíðardegi
Svía, sem og að fyrr á árinu hafði hinn
höfundurinn samið prófritgerð við Háskóla
íslands um fomar strandlínur og fjömmörk á
svæðinu austan og norðan Akrafjalls.
Þegar að var komið hinn 6. júní höfðu
beinin verið flutt út á Akranes og það eina
sem var til vitnis um þennan einstaka beina-
fund var dulítill beinstúfur sem enn stóð út
úr setstálinu (2. mynd), eina 5-10 metra ofan
við námugólfið. Setlögin í Stóm-Fellsaxlar-
námu mynda um 15-20 m háan og nær
lóðréttan vegg sem stöðugt hrynur úr. Sýni-
lega fingrast hér saman hallandi lög úr vel
núinni grófri möl og sandi með talsverðu
magni af steinum og hnullungum. Setlögin
hafa allmikinn og reglulegan 20-25° aust-
norðaustlægan halla út frá Akrafjalli
(3. mynd) og eftir því sem fjær dregur Akra-
fjalli er hlutur sandefna í setlögunum meiri.
179