Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 64
1. mynd. Látrabjarg er stœrsta fuglabjarg landsins, um 14 km langt og allt að 441 m hátt.
Þar verpa ekki fœrri en ellefu þeirra 23 sjófuglategunda sem verpa f landinu. Látrabjarg
var til mikilla nytja fyrrum og þar var sigið til eggja og fuglar snaraðir. Nú hefur
bjargferðum fœkkað mjög en eggjatekja er enn stunduð. Hluti bjargsins er friðaður,
svonefnt Bæjarbjarg. Myndin er tekin rétt undan Stórurð og sést inn eftir bjarginu. - The
largest seabird cliff in Iceland is the cliff of Látrabjarg, northwest Iceland, about 14 km
long and up to 441 m high. Out ofthe 23 seabird species breeding in Iceland, no less than
11 nest here. The local people used to descend Látrabjarg to collect eggs and birds, which
were an important source offood. Part ofthe cliff, the so-called Bæjarbjarg, is protected.
The photo is taken from below the cliff, towards east. Ljósm./photo: Ævar Petersen,
14.7.1996.
■ STÆRÐ SJÓFUGLASTOFNA
íslenskir sjófuglastofnar eru misstórir eftir
tegundum. Haftyrðill Alle alle virðist hafa
hætt að verpa hér 1997 og var einungis eitt
par eftir undir lokin (Ævar Petersen 1998a).
Stormmáfur er fáliðastur íslenskra sjófugla
og eru nokkur hundruð pör í varpstofni
hans. Varppörum hefur fjölgað smám saman
undanfarna áratugi en frekar stutt er síðan
stormmáfar byrjuðu að verpa hérlendis
(Arnþór Garðarsson 1956). Algengustu teg-
undirnar eru hins vegar lundi og fýll með
milljónir para af hvorri tegund (Ævar
Petersen 1998a).
í 1. töflu eru nýjustu áætlanir um fjölda
para í varpstofnum íslenskra sjófugla. Slíkt
mat er misnákvæmt eftir tegundum, enda
breytilegt hve auðvelt er að meta fjölda
varppara. Það helgast meðal annars af stærð
stofna og dreifingu varpbyggða, auk þess
sem niðurstöður talninga eru háðar atferli
fuglanna, við hvers konar aðstæður þeir
verpa og áhrifum manna á stærð stofnanna
og dreifingu þeirra.
190