Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 66
Islendinga sama ár (Ævar Petersen 1996).
A fuglaráðstefnunni 1992 var lagt til að
unnin yrðu fimm verkefni sem væru mikil-
væg vegna vöktunar á íslenskum sjófuglum,
en þau eru að:
1. skrá skipulega allar sjófuglabyggðir
2. halda áfram að meta stærð einstakra
byggða
3. telja í völdum byggðum til að fylgjast
með breytingum á þeim
4. meta hvað mikið kemur af fugli sem
aukaafli í veiðarfæri
5. halda veiðiskýrslur og meta áhrif veiða
á stofnana
Ekkert þessara viðfangsefna hefur gengið
eftir að fullu. Engu að síður hefur nokkur
árangur náðst í vöktunarmálum frá því fyrir
tæpum áratug.
Líklega hefur mest áunnist varðandi
síðastnefnda atriðið. Frá og með árinu 1995
var byrjað að halda skýrslur um alla fugla-
veiði, þ.á m. veidda sjófugla, og sér Veiði-
stjóraembættið um að safna þeim gögnum.
Eggjatekja og söfnun æðardúns, sem hvort
tveggja getur veitt mikilvægar upplýsingar
um stofnbreytingar, var því miður undan-
þegið skýrslugerð. Veiðiskýrslurnar eru
samt mikil framför, þótt raunar hafí enn ekki
farið fram mat á áhrifum veiða á íslenska
sjófuglastofna. Mikilvægur hluti af því verk-
efni er að meta hve mikið af sjófugli ferst í
veiðarfærum. Slík úttekt hefur heldur ekki
verið gerð fyrir önnur veiðarfæri en grá-
sleppunet, en hvað fjölda fugla snertir taka
þorskanet langstærstan toll af íslenskum
sjófuglastofnum.
Hið þriðja af ofangreindum atriðum - sjálf
vöktun stofnbreytinga - hefur minnst
þokast áfram, og má segja að vöktunin sé í
molum sé litið til sjófugla í heild. Raunar þarf
að endurskoða vöktun allra fuglastofna,
enda geta íslendingar einungis státað af
fáum vöktunarverkefnum (Larsson 1992).
Reglubundnar talningar eru gerðar í aðeins
örfáum sjófuglabyggðum, auk þess sem þær
taka einungis til lítils hluta viðkomandi
stofna. Vöktun er þess vegna langt frá því
nægileg til þess að segja til um breytingar á
stofnum sjófugla í landinu öllu.
Dílaskarfur er helsta undantekningin, því
sá stofn er allur vaktaður (sjá Arnþór
Garðarsson 1996a, 1999; 2. mynd). Einnig
eru til ágætar upplýsingar um þróun súlu-
stofnsins (Þorsteinn Einarsson 1987, Arn-
þór Garðarsson 1989, 1995a). Aðrar tegundir
sem eru vaktaðar að hluta, aðallega á vegum
Náttúrufræðistofnunar íslands, eru teista í
Flatey á Breiðafirði (Ævar Petersen 1979,
1981, 1989, 1998a, Frederiksen og Ævar
Petersen 2000), æðarfugl við Akureyrar-
flugvöll (Sverrir Thorstensen og Ævar
Petersen, óbirt gögn), hettumáfur og storm-
máfur í Eyjafirði (Ævar Petersen og Sverrir
Thorstensen 1993) og toppskarfur, fýll og
rita í Breiðafjarðareyjum (Ævar Petersen,
óbirt gögn). Einnig er rétt að minna á svo-
kallaðar jólatalningar sem eru samræmdar
talningar á öllum fuglategundum um jóla-
leytið ár hvert. Þær hafa farið fram frá 1953
og eru skipulagðar þannig að í eðli sínu
nýtast þær til vöktunar á vetrarstofnum,
þótt á þeim árstíma sé um sambland af
íslenskum og erlendum fuglum að ræða
(Ævar Petersen 1983).
Fæstir íslensku sjófuglastofnanna hafa
verið vaktaðir skipulega; þegar slíkum
athugunum hefur verið haldið úti hafa þær
staðið skamman tíma og þeim síðan verið
hætt. Þannig var talið í æðarvarpinu í
Eyjafjarðarárhólmum 1988-1992 (Sverrir
Thorstensen og Ævar Petersen, óbirt gögn).
Reynt var að koma á vöktun svartfugla í
nokkrum fuglabjörgum í landinu á vegum
Náttúrufræðistofnunar en ekki var unnt að
halda þeim áfram vegna fjárskorts.
Margvísleg gögn eru til um stærð ein-
stakra sjófuglavarpa og þau mynda ágætan
grunn til vöktunar stofnanna. Fuglafræð-
ingar og fuglaáhugamenn halda áfram að
telja eða meta stærð einstakra sjófugla-
byggða, þ.á m. í tengslum við kannanir á
útbreiðslu varpfugla á íslandi (Kristinn H.
Skarphéðinsson o.fl. 1994, Jón H. Jóhanns-
son og Björk Guðjónsdóttir 1995) eða
almenna upplýsingaöflun um íslenska fugla.
Athuganir hafa að mestu verið tilviljana-
kenndar, og þær upplýsingar sem á annað
borð eru til um einstök vörp eru flestar
byggðar á einni könnun.
192