Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 66
Islendinga sama ár (Ævar Petersen 1996). A fuglaráðstefnunni 1992 var lagt til að unnin yrðu fimm verkefni sem væru mikil- væg vegna vöktunar á íslenskum sjófuglum, en þau eru að: 1. skrá skipulega allar sjófuglabyggðir 2. halda áfram að meta stærð einstakra byggða 3. telja í völdum byggðum til að fylgjast með breytingum á þeim 4. meta hvað mikið kemur af fugli sem aukaafli í veiðarfæri 5. halda veiðiskýrslur og meta áhrif veiða á stofnana Ekkert þessara viðfangsefna hefur gengið eftir að fullu. Engu að síður hefur nokkur árangur náðst í vöktunarmálum frá því fyrir tæpum áratug. Líklega hefur mest áunnist varðandi síðastnefnda atriðið. Frá og með árinu 1995 var byrjað að halda skýrslur um alla fugla- veiði, þ.á m. veidda sjófugla, og sér Veiði- stjóraembættið um að safna þeim gögnum. Eggjatekja og söfnun æðardúns, sem hvort tveggja getur veitt mikilvægar upplýsingar um stofnbreytingar, var því miður undan- þegið skýrslugerð. Veiðiskýrslurnar eru samt mikil framför, þótt raunar hafí enn ekki farið fram mat á áhrifum veiða á íslenska sjófuglastofna. Mikilvægur hluti af því verk- efni er að meta hve mikið af sjófugli ferst í veiðarfærum. Slík úttekt hefur heldur ekki verið gerð fyrir önnur veiðarfæri en grá- sleppunet, en hvað fjölda fugla snertir taka þorskanet langstærstan toll af íslenskum sjófuglastofnum. Hið þriðja af ofangreindum atriðum - sjálf vöktun stofnbreytinga - hefur minnst þokast áfram, og má segja að vöktunin sé í molum sé litið til sjófugla í heild. Raunar þarf að endurskoða vöktun allra fuglastofna, enda geta íslendingar einungis státað af fáum vöktunarverkefnum (Larsson 1992). Reglubundnar talningar eru gerðar í aðeins örfáum sjófuglabyggðum, auk þess sem þær taka einungis til lítils hluta viðkomandi stofna. Vöktun er þess vegna langt frá því nægileg til þess að segja til um breytingar á stofnum sjófugla í landinu öllu. Dílaskarfur er helsta undantekningin, því sá stofn er allur vaktaður (sjá Arnþór Garðarsson 1996a, 1999; 2. mynd). Einnig eru til ágætar upplýsingar um þróun súlu- stofnsins (Þorsteinn Einarsson 1987, Arn- þór Garðarsson 1989, 1995a). Aðrar tegundir sem eru vaktaðar að hluta, aðallega á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands, eru teista í Flatey á Breiðafirði (Ævar Petersen 1979, 1981, 1989, 1998a, Frederiksen og Ævar Petersen 2000), æðarfugl við Akureyrar- flugvöll (Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen, óbirt gögn), hettumáfur og storm- máfur í Eyjafirði (Ævar Petersen og Sverrir Thorstensen 1993) og toppskarfur, fýll og rita í Breiðafjarðareyjum (Ævar Petersen, óbirt gögn). Einnig er rétt að minna á svo- kallaðar jólatalningar sem eru samræmdar talningar á öllum fuglategundum um jóla- leytið ár hvert. Þær hafa farið fram frá 1953 og eru skipulagðar þannig að í eðli sínu nýtast þær til vöktunar á vetrarstofnum, þótt á þeim árstíma sé um sambland af íslenskum og erlendum fuglum að ræða (Ævar Petersen 1983). Fæstir íslensku sjófuglastofnanna hafa verið vaktaðir skipulega; þegar slíkum athugunum hefur verið haldið úti hafa þær staðið skamman tíma og þeim síðan verið hætt. Þannig var talið í æðarvarpinu í Eyjafjarðarárhólmum 1988-1992 (Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen, óbirt gögn). Reynt var að koma á vöktun svartfugla í nokkrum fuglabjörgum í landinu á vegum Náttúrufræðistofnunar en ekki var unnt að halda þeim áfram vegna fjárskorts. Margvísleg gögn eru til um stærð ein- stakra sjófuglavarpa og þau mynda ágætan grunn til vöktunar stofnanna. Fuglafræð- ingar og fuglaáhugamenn halda áfram að telja eða meta stærð einstakra sjófugla- byggða, þ.á m. í tengslum við kannanir á útbreiðslu varpfugla á íslandi (Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 1994, Jón H. Jóhanns- son og Björk Guðjónsdóttir 1995) eða almenna upplýsingaöflun um íslenska fugla. Athuganir hafa að mestu verið tilviljana- kenndar, og þær upplýsingar sem á annað borð eru til um einstök vörp eru flestar byggðar á einni könnun. 192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.