Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 77
Þegar evrópskir menn komu til Suður-
Ameríku er talið að þar hafi lifað 30 til 60
milljón gúanökkur. Síðan hafa dýrin verið
felld til að fá beitiland fyrir sauðfé og
vegna feldsins. Nú er líklega ekki nema
hálf milljón eftir og tegundin telst í út-
rýmingarhættu.
Náskyld gúanökku eru húsdýrin tvö,
lama, Lama glama (5. mynd), og alpakka,
L. pacos (6. mynd). Lamadýrið er einkum
alið sem burðardýr, auk þess sem kjötið
eretið, ofin klæði úr ullinni, leður sútað úr
húðinni, mörinn bræddur í kerti og taðið
haft í eldsneyti. Alpakkan er alin vegna
ullarinnar sem verður allt að 50 cm síð.
Margir dýrafræðingar telja bæði þessi
húsdýr deilitegundir gúanökku. Sam-
kvæmt því eru aðeins tvær tegundir af
úlfaldaætt í Vesturheimi.
Annað villilamadýr er sem fyrr segir
víkúnjan (7. mynd). Hún líkist alpakka-
dýri en er dauflitari, ljósari í framan og
minni (1,2-1,9 mog 35-65 kg). Víkúnjur
lifa í Andesfjöllum, frá Bólivíu og sunn-
anverðu Perú suður lil Argentínu og N-
Chile.
Inkar smöluðu vrkúnjum, rúðu þær og
slepptu síðan. Á dögum inkaríkisins, fram á
16. öld, er talið að lifað hafi um milljón tii hálf
3. mynd. Framfótur kameldýrs. (Nowak 1990.)
önnur milljón þessara dýra. Árið 1965 voru
aðeins um 6000 eftir. Síðan hefur tekist að
fjölga dýrunum talsvert með friðun en
tegundin er samt talin í hættu.
4. mynd. Gúanökkur. (Nowak 1990.)
203