Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 90

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 90
Kolaforði jarðar er mikill. Kolamyndanir eru þekktar í öllum heimsálfum. Stærstur hluti kolalaganna er frá kolatímabilinu og fram á permtímann og aftur frá miðju júratímabili og fram á mið-tertíer. Áætlað magn kolamyndana jarðar ofan 1000 metra dýpis er 7100 milljarðar tonna. Heildar- magnið gæti verið helmingi meira. Banda- ríkin, Rússland og Kína eru sérstaklega auðug af kolum. Bandaríkin hafa stundum verið nefnd Saudi-Arabía kolanna. Þar eru um 20% af áætluðu kolamagni jarðar, eða 1700 milljarðar tonna, ofan 1000 metra dýpis. Forðinn er hins vegar mun minni, þ.e. magn kola í þekktum námum. í Bandaríkjunum er hann um 280 milljarðar tonna. Árleg vinnsla kola í heiminum nú er um 4 milljarðar tonna. Því er Ijóst að kolaforði heimsins mun endast í margar aldir miðað við núverandi vinnslu og í árþúsundir ef allar kolamyndanir jarðar eru tíndar til. Mestur hluti kolanotkunarinnar fer til raf- orkuframleiðslu. Einnig fer umtalsvert magn til vinnslu ýmissa málma úr málmgiýti. Nú er búið að þróa tækni til að framleiða gas úr kolum og er hún nú þegar hagnýtt á Nýja- Sjálandi. Margir sjá fyrir sér að með þessari tækni muni kol koma í stað olíu og gass, þegar þær auðlindir þrýtur, en aukin kola- notkun mundi þó skapa umhverfisvanda- mál. ■ AÐRIR orkugjafar Jarðolía og kol eru mikilvægustu orku- gjafamir í dag, en almennur áhugi og vilji er fyrir því að auka notkun ýmissa annarra orkugjafa, einkum til þess að draga úr mengun og vinna gegn gróðurhúsaáhrifum, sem munu leiða til hækkandi hita á jörðinni. Ahuginn beinist helst að því að auka hlut endumýjanlegra orkugjafa. Mikil áhersla er lögð á tæknilegar framfarir til að nýta sólarorku, beint eða óbeint, vegna þess að sú orkulind gengur ekki til þurrðar, líkt og olía og kol, og mengandi áhrif eru lítil eða engin. Sólarorku má beisla óbeint með því að virkja vatnsföll og vind og nýta plöntur til framleiðslu á eldsneyti. Sólarorku má nýta beint til upphitunar og raforkuframleiðslu eins og þegar er gert í smáum stíl. Einnig hefur verið áhugi á því að nýta sjávarfallastrauma þar sem aðstæður henta. Þar er orkugjafinn aðallega aðdráttar- afl tunglsins. Aðrir orkugjafar eru geislavirkt úran og jarðhiti. Úran er, eins og kol og olía, auðlind sem ekki endumýjast. Hins vegar er jarðhitinn endumýjanleg auðlind, þótt einstök svæði endumýist ekki jafnhratt og þau em nýtt. Vatnsafl Eina sólarorkan sem beisluð er óbeint í einhverjum mæli er vatnsaflið. Um 30% raforku í þróunarlöndunum eru framleidd með þessum hætti og þar er víða mikið vatnsafl enn óbeislað. Fyrir allan heiminn er þessi tala þó mun lægri, eða 7%. Hér á landi eru um 84% allrar raforku framleidd með vatnsafli, eða sem nemur nálægt 17% af árlegri orkunotkun íslendinga. 2. tafla sýnir vatnsaflsstöðvar á íslandi og stærð þeirra en 3. tafla önnur raforkuver og raf- stöðvar. Vatnsaflsvirkjanir eru ýmist rennslis- virkjanir eða miðlunarvirkjanir. Þær fyrri hafa þann kost að umhverfisáhrif þeirra eru minni, en hinar síðarnefndu eru yfir- leitt hagkvæmari. Miðlun sem felur í sér gerð uppistöðulóna er nauðsynleg ef mikil sveifla er í rennsli þess vatnsfalls sem virkjað er, eftir árstíðum eða veðurfari, en hún getur líka talist nauðsynleg vegna sveiflna í orkunotkuninni. Uppistöðulón valda umtalsverðum breytingum á um- hverfinu og geta kaffært gróið land sem nýta mætti til annars. Þau hafa áhrif á rennslismynstur vatnsfallsins neðan miðl- unarlónsins og geta valdið breytingum á vistkerfi þess og fiskigengd. Breyting á slíku mynstri getur verið jákvæð eða neikvæð. Mikið jarðrask fylgir oft virkjun vatnsfalla. Að öðru leyti verður ekki séð að vatnsaflsvirkjanir spilli umhverfi sínu og þær valda ekki mengun. Áætlað er að það vatnsafl sem virkja megi á íslandi (stærð auðlindarinnar) dugi til að framleiða 7300 megavött af rafmagni (26 Búrfellsvirkjanir). 216
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.