Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 106
varaformaður. Þeir gáfu báðir kost á sér og
voru endurkjömir einróma. Sömuleiðis voru
varamenn í stjóm endurkjömir einróma, þau
Helgi Guðmundsson og Hólmfríður Sig-
urðardóttir. Einnig voru endurskoðendur
endurkjömir einróma, þeir Tómas Einarsson
og Kristinn Einarsson, sem og Amór Þ.
Sigfússon sem varaendurskoðandi.
■ ÖNNUR MÁL
Fram voru lagðar 2 tillögur til ályktunar frá
stjóm HÍN og mælti Hilmar J. Malmquist
fyrir þeim. Nokkrar umræður urðu um
tillögumar en þær voru síðan samþykktar.
Hljóða þær svo:
Náttúruhús í Reykjavík
„Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags (HÍN), haldinn 27. febrúar 1999 í
Reykjavík, ítrekar fyrri ályktanir aðalfunda
félagsins frá 17. febrúar 1996, 11. febrúar
1995 og 29. febrúar 1992 um byggingu
Náttúruhúss í Reykjavík. HIN harmar hve
tregt hefur gengið að koma þessu brýna máli
heilu í höfn og hvetur hlutaðeigandi aðila til
að gera gangskör að því að efna hið fyrsta á
myndarlegan hátt til Náttúruhúss í Reykja-
vík, sem hýsi náttúrugripasafn með nútíma-
legri sýningaraðstöðu fyrir almenning."
Stutt greinargerð fylgir.
VöKTUN ÞlNCVALLAVATNS
„Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags (HÍN), haldinn 27. febrúar 1999 í
Reykjavík, ítrekar fyrri ályktanir aðalfunda
HÍN frá28. febrúar 1998,1. mars 1997 og 17.
febrúar 1996 um náttúrufarsrannsóknir á
vatnasviði Þingvallavatns. Sér í lagi eru
ítrekaðar tillögur HIN um nauðsyn þess að
koma á fót viðeigandi vöktun á lífríki
Þingvallavatns.“
Stutt greinargerð fylgir.
■ FRÆÐSLUFUNDIR
Að áratuga gamalli venju voru fundirnir
haldnir að kvöldi síðasta mánudags hvers
vetrarmánaðar. Fundimir voru haldnir í
stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskóla
Islands. Haldnir voru 6 fundir og sóttu um
220 manns fundina. Fyrirlesarar og erindi
voru sem hér segir:
26. janúar: Ástríður Pálsdóttir, líffræðing-
ur: Riða og aðrir príonsjúkdómar. Fundinn
sóttu 25 manns.
23. febrúar: Sigmundur Guðbjarnason,
prófessor: Leit að líffræðilega virkum efnum
í lækningajurtum og lífverum í hafinu.
Fundinn sóttu 56 manns.
30. mars: Grétar Guðbergsson, jarðfræð-
ingur: í norðlenskri vist. - Um gróður, bú-
skaparlög og sögu. Fundinn sóttu 38
manns.
27. apríl: HalldórG. Pétursson, jarðfræð-
ingur: Jarðfræði Melrakkasléttu. Fundinn
sótti 51 maður.
19. október: Reynir Amgrímsson, dósent,
og Ástríður Stefánsdóttir, læknir og heim-
spekingur: Erfðakortlagning íslensku þjóð-
arinnar. Fundinn sótti 31 maður.
30. nóvember: Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðingur: Umhverfisbreytingar, fiski-
stofnar og stjórn fiskveiða. Fundinn sóttu
18 manns.
Fundir þessir voru kynntir í dagblöðum
og útvarpi. Kann HÍN fjölmiðlum bestu
þakkir fyrir þá liðsemd. Háskóla íslands er
þakkað fyrir afnot af fyrirlestrasal og
hússtjómendum í Odda fyrir þjónustu
vegna fundanna.
■ fræðsluferðir og
NÁMSKEIÐ
Farnar voru 5 ferðir þessu sinni, þar af 2 í
samvinnu við Ferðafélag Islands. Fyrir-
huguð síðsumarsferð HÍN og FÍ í Suður-
sveit féll niður vegna ónógrar þátttöku,
enda var veðurútlit með afbrigðum slæmt.
Langa ferðin var þessu sinni farin 22.-26.
júlí í Þingeyjarsýslur sunnan Jökulsár.
Þátttaka í ferðunum var vel viðunandi.
Leiðbeinendum er þakkað fyrir góðan undir-
búning og fróðlega kynningu. Guðmundi
Jónassyni hf. og bflstjórum fyrirtækisins er
þakkað fyrir óbrigðula lipurð og ljúf-
232