Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 107
mennsku við flutning ferðalanganna.
Aðstandendum á gisti- og áfangastöðum er
þakkað fyrir góðar móttökur og fyrir-
greiðslu.
■ FUGLASKOÐUNARFERÐ
MEÐ FÍ Á
REYKjANESSKAGA
Árleg fuglaskoðunarferð HÍN og Ferða-
félags Islands (FI) um Reykjanesskaga var
farin laugardaginn 9. maí í ágætu veðri,
þurru og hlýju. Leiðbeinendur voru
Gunnlaugur Pétursson og Hallgrímur
Gunnarsson. Þátttakendur í ferðinni voru 30
talsins. FI sá um ferðina.
■ VORFERÐ í
BREIÐAFJARÐAREYjAR
Dagana 12.-14. júní var farið í Breiða-
fjarðareyjar. Fararstjórar og fræðendur á
leiðinni voru jarðfræðingarnir Freysteinn
Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson.
Þátttakendur voru 28 talsins. Lagt var upp
frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 19 á
föstudag á bíl frá Guðmundi Jónassyni og
ekið vestur í Stykkishólm, en þangað var
komið um kl. 22:30. Gist var í Farfuglaheimili
Magnúsar Kristjánssonar. Veður var gott
og þurrt, hæg vestangola og sólskin.
Laugardaginn 13. júní var siglt með
Breiðafjarðarferjunni Baldri út í Flatey. Farið
var úr Hólminum um kl. 9 og komið í Flatey
um kl. 11. Þar tók á móti hópnum Guðmundur
Páll Olafsson, náttúrufræðingur, og veitti
hann leiðsögn um eyjuna um daginn.
Skoðað var náttúrufar og menningarminjar.
Einkum var hugað að fuglalífi og gróðurfari,
en einnig voru farnar hringferðir á báti undir
stjóm Guðmundar af gömlu legunni norð-
vestan eyjar, þar sem skoða mátti sker og
sjávarbotn, þarabelti og margt fleira. Farið
var í hina fornu Bókhlöðu Flateyjar og í
Flateyjarkirkju, byggð og gamalhús skoðuð.
Hádegisverður var snæddur og síðdegis-
kaffi drukkið við kirkjuna í veðurblíðunni.
Töf varð á heimferð vegna seinkunar
ferjunnar, en farið var úr Flatey um kl. 21:30
og komið í Hólminn um kl. 23:30. Veður var
hægt og bjart, lofthiti um og yfir 10°C, en
svalt kvöldkulið á heimleiðinni.
Sunnudagsmorgun, 14. júní, var siglt kl.
10-12 með Eyjaferðum um Suðureyjar undir
stjórn og leiðsögn Gísla skipstjóra. Skoðuð
voru sker og eyjar, flæður og fuglalíf, skarfar
á klettum og öm á amstapa, stuðlaberg í
standbergi og Dímonarklakkar, og neytt
skeldýra, skrapaðra af mararbotni. Farið var
úr Hólminum um kl. 13, snæddur hádegis-
verður í blíðviðrinu í botni Álftafjarðar og
komið suður til Reykjavíkur um kl. 17, með
viðkomu í Borgamesi. Ferðin þótti takast
mæta vel, ekki síst fyrir tilstilli Guðmundar
Páls í Flatey.
■ LANGA FERÐIN í
ÞINGEYJARSÝSLUR
Langa ferðin var farin í Þingeyjarsýslur 22-
26. júlí. Þátttakendur voru 41 talsins og var
farið á bíl frá Guðmundi Jónassyni. Farar-
stjórar vom jarðfræðingarnir Freysteinn
Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson,
sem höfðu einnig leiðsögn á leiðinni, en
leiðbeinendur fyrir norðan voru Hreggviður
Norðdahl, jarðfræðingur, um Fnjóskadal og
Höfðahverfi, Guðrún Lára Pálmadóttir,
búfræðingur, um Hólasand og Árni Einars-
son, líffræðingur, um Mývatnssveit. Veður
var misjafnt en aldrei vont né til baga og
þótti ferðin takast bærilega. Gist var allar
nætur í ferðinni á Laugum í Reykjadal.
Miðvikudaginn, 22. júlí, var lagt upp frá
Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík um kl. 9 og
ekið um Suðurland á Sprengisandsleið.
Áfangi var í Hrauneyjum um kl. 11 en
hádegishlé var gert við Hreysiskvíslarstíflu.
Ekið var inn að Hágöngulóni, sem þá var
óðum að fyllast, og horft yfir það í ágætu
skyggni. Örlaði þá enn á hverasvæðunum á
söndunum. Utsýnis var notið af Kistu við
Kistuöldu, en kaffihlé var gert um kl. 16 í
Nýjadal. Þaðan varekið norður af, Aldeyjar-
foss skoðaður og komið að Laugum um kl.
20, eftir smátöf í Bárðardal. Veður var bjart
og svalt norður í Nýjadal, hvasst á land-
233