Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 107

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 107
mennsku við flutning ferðalanganna. Aðstandendum á gisti- og áfangastöðum er þakkað fyrir góðar móttökur og fyrir- greiðslu. ■ FUGLASKOÐUNARFERÐ MEÐ FÍ Á REYKjANESSKAGA Árleg fuglaskoðunarferð HÍN og Ferða- félags Islands (FI) um Reykjanesskaga var farin laugardaginn 9. maí í ágætu veðri, þurru og hlýju. Leiðbeinendur voru Gunnlaugur Pétursson og Hallgrímur Gunnarsson. Þátttakendur í ferðinni voru 30 talsins. FI sá um ferðina. ■ VORFERÐ í BREIÐAFJARÐAREYjAR Dagana 12.-14. júní var farið í Breiða- fjarðareyjar. Fararstjórar og fræðendur á leiðinni voru jarðfræðingarnir Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson. Þátttakendur voru 28 talsins. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 19 á föstudag á bíl frá Guðmundi Jónassyni og ekið vestur í Stykkishólm, en þangað var komið um kl. 22:30. Gist var í Farfuglaheimili Magnúsar Kristjánssonar. Veður var gott og þurrt, hæg vestangola og sólskin. Laugardaginn 13. júní var siglt með Breiðafjarðarferjunni Baldri út í Flatey. Farið var úr Hólminum um kl. 9 og komið í Flatey um kl. 11. Þar tók á móti hópnum Guðmundur Páll Olafsson, náttúrufræðingur, og veitti hann leiðsögn um eyjuna um daginn. Skoðað var náttúrufar og menningarminjar. Einkum var hugað að fuglalífi og gróðurfari, en einnig voru farnar hringferðir á báti undir stjóm Guðmundar af gömlu legunni norð- vestan eyjar, þar sem skoða mátti sker og sjávarbotn, þarabelti og margt fleira. Farið var í hina fornu Bókhlöðu Flateyjar og í Flateyjarkirkju, byggð og gamalhús skoðuð. Hádegisverður var snæddur og síðdegis- kaffi drukkið við kirkjuna í veðurblíðunni. Töf varð á heimferð vegna seinkunar ferjunnar, en farið var úr Flatey um kl. 21:30 og komið í Hólminn um kl. 23:30. Veður var hægt og bjart, lofthiti um og yfir 10°C, en svalt kvöldkulið á heimleiðinni. Sunnudagsmorgun, 14. júní, var siglt kl. 10-12 með Eyjaferðum um Suðureyjar undir stjórn og leiðsögn Gísla skipstjóra. Skoðuð voru sker og eyjar, flæður og fuglalíf, skarfar á klettum og öm á amstapa, stuðlaberg í standbergi og Dímonarklakkar, og neytt skeldýra, skrapaðra af mararbotni. Farið var úr Hólminum um kl. 13, snæddur hádegis- verður í blíðviðrinu í botni Álftafjarðar og komið suður til Reykjavíkur um kl. 17, með viðkomu í Borgamesi. Ferðin þótti takast mæta vel, ekki síst fyrir tilstilli Guðmundar Páls í Flatey. ■ LANGA FERÐIN í ÞINGEYJARSÝSLUR Langa ferðin var farin í Þingeyjarsýslur 22- 26. júlí. Þátttakendur voru 41 talsins og var farið á bíl frá Guðmundi Jónassyni. Farar- stjórar vom jarðfræðingarnir Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson, sem höfðu einnig leiðsögn á leiðinni, en leiðbeinendur fyrir norðan voru Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur, um Fnjóskadal og Höfðahverfi, Guðrún Lára Pálmadóttir, búfræðingur, um Hólasand og Árni Einars- son, líffræðingur, um Mývatnssveit. Veður var misjafnt en aldrei vont né til baga og þótti ferðin takast bærilega. Gist var allar nætur í ferðinni á Laugum í Reykjadal. Miðvikudaginn, 22. júlí, var lagt upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík um kl. 9 og ekið um Suðurland á Sprengisandsleið. Áfangi var í Hrauneyjum um kl. 11 en hádegishlé var gert við Hreysiskvíslarstíflu. Ekið var inn að Hágöngulóni, sem þá var óðum að fyllast, og horft yfir það í ágætu skyggni. Örlaði þá enn á hverasvæðunum á söndunum. Utsýnis var notið af Kistu við Kistuöldu, en kaffihlé var gert um kl. 16 í Nýjadal. Þaðan varekið norður af, Aldeyjar- foss skoðaður og komið að Laugum um kl. 20, eftir smátöf í Bárðardal. Veður var bjart og svalt norður í Nýjadal, hvasst á land- 233
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.