Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 4
Varðveisla
ERFÐALINDA
síðustu árum hefur skilningur
aukist á gildi þess að varðveita
erfðalindir fyrir komandi kyn-
slóðir. Endurspeglast hann í
samningnum um líffræðilega fjölbreytni og
framkvæmdaáætlun hans, Dagskrá 21, sem
hvort tveggja var samþykkt í Rio de Janeiro
1992. Þar er m.a. lögð áhersla á að vernda
líffræðilega fjölbreytni sem jafnframt tryggir
erfðabreylileika og sjálfbæra nýtingu lifandi
náttúruauðlinda. Þá var rnörkuð sá stefna að
erfðalindir séu þjóðarauðlind og að forsjá
þeirra skuli falin þjóðríkjum. Islendingar eru
fullgildir aðilar að Ríósamkomulaginu og hafa
tekið á sig ábyrgð á að koma af stað og fylgja
eftir aðgerðum sem stuðla að vernd og
sjálfbærri nýtingu erfðalinda.
Segja má að Ríósamkomulagið skírskoti
bæði til vemdarálíffræðilegri ijölbreytni íhinni
villtu náttúm landsins og ekki síður hvemig
haga beri vemdun og hagnýtingu erfðalinda í
landbúnaði. Hér á landi nýtum við innlendar
erfðalindir í sauðfjárrækt, hrossarækt og
nautgriparækt þar sem byggt er á gömlum
landnámskynjum. Einnig er hér til gamalt
geitakyn sem menn hafa lagt sig frain um að
varðveita. Ekki hefur verið leyfður innflutn-
ingur á erlendum kynjum þessara tegunda
nema í rnjög takmörkuðum mæli. Verði af inn-
flutningi norskra kúa, eins og nú er útlit fyrir, er
brýn nauðsyn að tryggja varðveislu gamla
kúakynsins. Einnig hafa heyrst þær áhyggju-
raddir að aukið fiskeldi við Islandsstrendur
geti útrýmt villtum laxastofnum hér við land.
Islendingar verða að vera reiðubúnir að axla þá
ábyrgð er felst í Ríósamkomulaginu og tryggja
að innflutningurerfðaefnis leiði ekki til þess að
hinu innlenda verði útrýmt. Raunar er slíkur
farvegur fyrir hendi innan erfðanefndar búfjár
sem nú starfar samkvæmt búnaðarlögum.
Nefndinni er ætlað að fylgjast með og halda
skrá um erfðabreytileika og þróun hans í
búljárstofnum og ferskvatnsfiskum og gera
tillögur til landbúnaðanúðherra um verndun
tegunda og stofna í útrýmingarhættu.
Ohætt er að fullyrða að íslenskur land-
búnaður hafi byggst eingöngu á nýtingu
innlendra nytjaplantna allt fram á þessa öld.
Með aukinni ræktun lands þurfti hins vegar að
grípa til innfiuttra nytjaplantna. Er staðan í
stórum dráttum þannig enn þann dag í dag.
Þrátt fyrir kynbætur á innlendum nytjajurtum
fullnægja þær að litlu leyti þörfum ræktenda.
Þó má tclja víst að í íslenskum plöntum leynist
ýmsir eftirsóknarverðir eiginleikar sem hag-
nýta má með ýmsum hætti. Auk eiginlegra
nytjaplantna má t.d. nefna að margar plöntur
búa yfir lækningamætti og má nýta þær við
framleiðslu á náttúrulyíjum ýmiss konar.
Eðlilegt er að spurt sé hvort hætta sé á að
innfluttar nytjaplöntur geti valdið usla í
náttúrulegum vistkerfum. Svarið fer m.a. eftir
því við hvaða aðstæður þær eru ræktaðar.
Hættan er hverfandi ef um er að ræða plöntur
sem þrífast aðeins í ræktuðu landi. A hinn
bóginn er rétt að vera á varðbergi þegar
plantað er eða sáð utan eiginlegs ræktarlands.
Umhverfisráðuneytið hefur nú gefið út
reglugerð, með stoð í nýlegum lögum um
náttúruvernd, sem tekur einmitt á þessurn
þætti. Er hún sett með skírskotun í Ríó-
sáttmálann og er meginmarkmið hennar að
koma í veg fyrir að útlendar plöntutegundir
valdi óæskilegum breytingum á líffræðilegri
fjölbreytni í íslenskum vistkerfum. Með reglu-
gerðinni er vonast til að sátt megi nást um
nýtingu innfluttra plantna þar sem það á við.
Aslaug Helgadóttir
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
2