Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 16
r‘B 40000 2 20000 •O E* 0 Siglunes J FMAMJ JÁSONDJ F | 20000 , w uT o 'E 20000 i Isafjarðardjúp 2 . - :0 0 I- • ■ -^»l -» » • ■ “• J FMAMJ JÁSONDJ F \ Langanes-NA J FMAMJ JÁSONDJ / F 8. mynd. Árstíðabreytingar i' heildarfjölda rauðátu á mismunandi stöðum við landið. (Eftir Ástþóri Gíslasyni og Ólafi S. Ástþórssyni 1996, 1998; Ástþóri Gíslasyni o.fl. 2000, Ólafi S. Ástþórssyni og Ástþóri Gtslasyni 1992, 2000.) dýranna sem þá uxu upp fór í dvala tiltölu- lega snemma, eða um mitt sumar, en hinn hlutinn þroskaðist áfram, varð kynþroska og hrygndi í júní-júlí. Þessi síðari hrygning leiddi einnig til mikillar fjölgunar í stofninum (8. mynd). Dýrin úr þessari síðari hrygningu þroskuðust svo í vetrardvalarstig (CIV og CV) síðar um sumarið og lögðust í dvala. Þó náði lítill hluti seinni kynslóðar sumarsins því að verða kynþroska í ágúst og hrygna, en afkomendur þessarar síðustu hrygningar sumarsins voru íáir og komust sennilega illa af og lögðu því lítið til stofns vetur- setudýranna (Astþór Gíslason o.fl. 2000). I Isafjarðardjúpi varð vorhrygningin í mars-apríl. A eftir fylgdi nokkur fjölgun en aðalaukningin í Isafjarðardjúpi varð þó ekki fyrr en í ágúst, sennilega að nokkru vegna innflutnings dýra frá nálægum svæðum en einnig vegna þess að hluti dýranna sem klöktust í apríl-maí náði að verða kynþroska og hrygna í júní (Ólafur S. Astþórsson og ÁstþórGíslason 1992). Fyrir norðan (Siglunes, Langanes-NA) hrygndu vetrardýrin í apríl og maí, eins og fyrir sunnan. I kjölfarið varð mikil aukning í rauðátustofnunum, einkum út af Siglu- nesi. Aukningin í júlí út af Langanesi stafaði sennilega einkum af reki dýra frá nálægum hafsvæðum og því að þar var enn lalsverð hrygning vetrardýra í júní og júlí (Ólafur S. Ástþórsson og Ástþór Gíslason 2000). Út af Siglunesi náði óverulegur hluti vorkynslóðarinnar að verða kynþroska og hrygna um haustið (ágúst-október), en sú hrygning virtist ekki leiða lil aukningar í stofninum og hefur því ekki skipt miklu máli (Ástþór Gíslason og Ólafur S. Ástþórsson 1998). Þannig eru í aðalatriðum tvær kynslóðir rauðátu í hlýja sjónum suður af landinu, en aðeins ein í kaldari sjó fyrir norðan. Á nálægunt hafsvæðum eru rauðátu- kynslóðirnar einnig tvær á ári á suðlægari breiddargráðum, en aðeins ein á hinum norðlægari. Við strendur Noregs eru lil 14

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.