Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 18
■ SAMSPIL RAUÐÁTU
OG HRYGNINGAR
NYTJAFISKA
Flestir nytjafiskar hefja líf sitt sem svif í efstu
lögum sjávar. Á meðan lirfur og seiði fisk-
anna rekur í efri sjávarlögum eru þau að
mestu leyti háð dýrasvifinu um fæðu. Á Is-
landsmiðum éta yngstu fisklirfurnar aðai-
lega egg og smæstu lirfustig rauðátu og
annarra krabbaflóa, en þær eldri éta hins
vegar stærri rauðátu og önnur stærri svifdýr
(Konráð Þórisson 1989, Konráð Þórisson og
Þór Ásgeirsson 1999). Til þess að fisk-
lirfurnar fái nóg æti þarf því stærð eða þroski
fæðudýranna að vera hæfilegur, auk þess
sem magn þeirra skiptir auðvitað líka máli. Ef
vorhrygning rauðátunnar verður of snemma
eða of seint miðað við klak fiskanna, eða þá
að hrygningarsvæði rauðátunnar skarast
ekki við útbreiðslusvæði fisklirfanna, er
hætta á ætisskorti hjá fisklirfunum (9. mynd).
Hrygningartími flestra fisktegunda virðist
miðast við að fyrsta fæðunám þeirra beri
nokkurn veginn upp á hrygningartíma
rauðátunnar. Þannig er hrygning loðnunnar
yfirleitt í hámarki við suðurströndina í mars
(Hjálmar Vilhjálmsson 1994). Loðnuklakið
tekur tvær til þrjár vikur og lirfurnar byrja
mjög fljótlega að afla sér fæðu, þ.e. að
líkindum aðallega í apríl eða um svipað leyti
og vorhrygning rauðátunnar er að hefjast.
Þorskur og ýsa hrygna hins vegar seinna, í
apríl og maí (Karl Gunnarsson o.fl. 1998), og
má því gera ráð fyrir að fyrsta fæðunám
þorsk- og ýsulirfanna verði aðallega í maí,
en eins og getið var um hér að framan er
hrygning rauðátu enn mikil á þeim tíma. 1
stórum dráttum virðist þannig fyrsta
fæðunám fisklirfanna bera upp á svipaðan
tíma og vorhrygningu rauðátunnar. Hitt er
svo annað mál að rannsóknir benda til að
hrygningartími rauðátunnar, á aðalhrygn-
ingarsvæðum nytjafiska okkar fyrir suð-
vestan landið, kunni að vera allbreytilegur
bæði á milli ára og svæða og getur þar
munað allt að hálfum til einum mánuði (Ást-
þór Gíslason o.fl. 1994, Ólal'ur S. Ástþórs-
son og Ástþór Gíslason 1999). Þessi
breytileiki kann að vera afdrifaríkur fyrir
afkomu og lífslíkur fisklirfanna og þar með
árgangastyrk fiskstofnanna.
En það er ekki bara fæðan, eða skortur á
henni, sem getur verið afdrifarfk fyrir afkomu
og lífslíkur fisklirfanna á meðan þær rekur í
efstu lögum sjávar, því á þessum tíma verða
einnig á vegi þeirra ýmis rándýr sem
höggvið geta stór skörð í eggja- og lirfu-
fjöldann. Sum þessara dýra eru hluti af
svifinu, svo sem hveljur, pílormar, ljósáta og
sumar tegundir krabbaflóa, en önnur eru
það ekki, t.d. uppsjávarfiskar og ýmsir
sjófuglar. Þá geta straumar og vindar haft
mikil áhrif á útbreiðslu fiskeggja og fisklirfa
rétt eins og annarra svil'dýra. Þeir geta
jafnvel borið egg og lirfur til svæða sem
henta þeirn illa og þar sem lífslíkur þeirra eru
þarafleiðandi lakari.
Af framansögðu má ljóst vera að það er
mikilvægt að samhliða rannsóknum á stofn-
stærð og veiðiþoli nytjastofna fari fram
rannsóknir á hinu sviflæga æviskeiði
fiskanna og þeim þáttum sem hafa áhrif á
það. Um þessar mundir er unnið að rann-
sóknum á því á Hafrannsóknastofnuninni
hvort vöxtur og ástand fisklirfanna sé tengt
breytingum í vexti og viðgangi rauðátunnar.
Vonast er til að rannsóknirnar leiði til þess
að skilningur okkar á breytilegri nýliðun
fiskstofnanna aukist.
■ FLUTNINGUR RAUÐÁTU í
NORÐUR-ATLANTSHAFI
MEÐ STRAUMUM
Rauðátuna rekur með straumum sem hún
hefur litla sem enga getu til að synda á móti.
Því kunna þeir að bera hana til annarra
heimkynna, þar sem umhverfisaðstæður geta
verið óhagstæðar. Sú aðlögun rauðátunnai' að
hafa vetursetu á miklu dýpi fyrir utan
landgrunnið kann þó að takmarka tap úr rauð-
átustofnunum, m.a. vegna þess að bæði
straumhraði og -stefna getur breyst með
dýpi. Lega vetursetustöðvanna lyrir utan
landgrunnið og straumakerfin þar gætu einmitt
stuðlað að því að rauðátuna reki síður burt
af íslandsmiðum að vetrinum (Ástþór
Gíslason og Ólafur S. Ástþórsson 2000).
16