Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 22
Rannsóknir í Surtsey Nýlega kom út rit Surtseyjar- félagsins, „Surtsey Research", hið ellefta í röðinni. Surtseyjar- félagið, sem stofnað var 1965 til að stuðla að vísindalegum rannsóknum í Surtsey, hefur áður gefið út tíu rit um vísindarannsóknir í Surtsey. Fyrstu ritin voru í formi fjölrits, en nú hefur ritið fengið á sig yfirbragð vísindatímarits. Af þessari ástæðu hefur nafni tímaritsins verið breytt úr „Surtsey Research Progress Report“ í „Surtsey Research". Ritið er á ensku, en ritstjórar eru þeir Eyþór Einarsson, Karl Gunnarsson og Sveinn Jakobsson. Eins og kunnugt er myndaðist Surtsey við eldgos á sjávarbotni á árunum 1963-1967. Vel var fylgst nteð eldgosinu og hefur það verið talið eitt best rannsakaða neðan- sjávareldgos fyrr og síðar. En eins og hið SURTSEY RESEARCH 11 m Tho SurtMy Rescarch Soclety • Roykjavlk nýútkomna rit ber með sér, hafa marg- víslegar rannsóknir einnig farið þar fram eftir að gosum lauk. Surtsey hefur verið vöktuð bæði af jarðfræðingum og líffræðingum og eru þessar rannsóknir enn í fullurn gangi. Surtsey er nú orðið vel þekkt meðal náttúrufræðinga víða um heim. Mikilvæg ástæða þess að vel hefur tekist til um vísindalegar rannsóknir á þróun Surtseyjar, er sú staðreynd að eyjan hefur verið friðland frá árinu 1965. Þetta á sérstaklega við urn rannsóknir á sviði líffræði, vísindamenn hafa getað stundað sínar rannsóknir á landnámi ýntissa lífvera í þeirri vissu að áhrif mannsins hafa þar verið nær engin. Þannig er Surtsey einnig þekkt meðal náttúru- verndarsinna erlendis vegna þeirra jákvæðu áhrifa sent friðun eyjarinnar hefur haft. Ritið er hið glæsilegasta og er með fjölda litmynda. 1 því eru 15 vísindagreinar um margvísleg efni auk þess inngangs eftir for- mann Surtseyjarfélagsins, Steingrím Her- mannsson. Sex greinar fjalla um landnám lífvera á landi, þar sem lýst er m. a. áhrifum fuglavarpsins í Surtsey á frantvindu gróðurs sem nú þekur um 4 % af flatarmáli eyjarinnar. Fintm greinar fjalla urn landnám lífvera í fjöru og á sjávarbotni við Surtsey og raunar einnig um landnánt lífs á nýja hrauninu við Heimaey. Þáeru fjórarjarðfræðilegargrein- ar, m. a. unt vöxt móbergssvæðisins, um rof af völdum sjávarog hversu lengi eyjan muni standast rofið, og lýst er m.a. gerð korta af Surtsey með lasertækni. Astæða er til að fagna útkomu „Surtsey Research". Hér á landi korna út fá vísinda- tímarit í náttúrufræði og það er í raun undra- verl að svo lítið félag sem Surtseyjarfélagið (félagsmenn eru aðeins um 100) skuli hafa bolmagn til að gefa út svo vandað og Ijölbreytt rit. Ritið er til sölu hjá Náttúru- fræðistofnun Islands að Hlemmi 3, Reykjavík. -ÁI 20

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.